27.7.2020 | 05:36
"Ekkifrétt" að stimpla Ísland sem stórhættulegt land?
Í svari bandaríska sendiherrans við fyrirspurn mbl.is vegna fréttar CBS, er ekki að finna eitt einasta orð um það að hann hafi krafist þess að fá að vígbúast hér á landi vegna þess hve lífi hans sé ógnað, bera á sér byssu, vera í stunguheldu vesti, hafa vopnaða lífvarðasveit og brynvarinn bíl.
Sjá má á bloggsíðu, að fjölmiðlar séu að blása upp "ekkifrétt" um þetta mál.
Sendiherranum óttaslegna finnst það greinilega líka vera ekkifrétt úr því að það taki því ekki að vera minnast á það.
Hann virðist ekki átta sig á því, að enginn sendiherra nokkurs ríkis í 76 ára sögu lýðveldins hefur svo mikið sem ýjað að því að hér sé svona hættulegt að búa, jafnvel ekki á þeim tímum, sem Íslendingar háðu þrjú þorskastríð við Breta.
Mikill heiður að leiða bandaríska teymið á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.