27.7.2020 | 06:07
Hættulegast að vera á lífi.
"Það lifir enginn lífið af,
er það?
Nema hvað?
Þannig hljóða línur í nýju ljóði um vangaveltur í óendanleikanum. Í stórri 117 íbúða íbúðablokk, sem hugsuð var upphaflega sem hentugt íbúðasamfélag fyrir fólk á efri árum, eru engin baðkör.
Ástæðan er væntanlega há slysatíðni hjá gömlu fólki, sem notar slík hreinlætistæki.
Niðurstaðan í íbúðaflokkinni er því sú, að hvergi finnst minni slysatíðni í baðkkörum.
Einhvern tíma var sagt að rúmið væri hættulegasti staður þjóðfélagsins, vegna þess að langflestir deyja þar.
Hugtakið "áætluð áhætta", "calculated risk", er notað varðandi tryggingar, og það langhættulegasta sem nokkur maður gerir, er að fæðast.
Það er beinlínis 100 prósent lífshætta ef miðað er við alla ævinga.
Það má glugga í ýmsar heimildir varðandi áætlaða áhættu, og þegar eitthvað nýtt kemur til sögurnnar eins og rafhlaupahjól, þarf að fara fram viðamikil rannsókn á tíðni og eðli slysa á þeim í samanburði við aðra samgöngumáta eins og að ganga, nota bíl, reiðhjól, rafreiðhjól, rafhjól, létt bifhjól eða fullstórt bifhjól.
Þegar síðuhafi færði ferðamáta sinn eftir föngum yfir á rafreiðhjól, rafknúið léttbirhjól, sparneytið bensínknúið léttbifhjól og minnsta mögulega rafbíl, kom í ljós að banaslys og alvarleg slys á vélhjólum séu tvöfalt hærri en á bílum.
En þegar farið var að skoða ástæðurnar kom í ljós, að þrefalt fleiri slösuðust vegna ölvunar og fíkniefna á vélhjólum heldur en á bílum; að skortur á notkun hlífðarhjálms og ökklavarnar var stór þáttur, og einnig skortur á sérstakri aðgæslu eftir þróuðum aðferðum í vélhjólaakstri.
Ef þetta var í lagi á vélhjólunum, var hin áætlaða áhætta orðin svipuð á vélhjóli og bíl.
Margir slasast á rafmagnsskútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.