Árlega stórhelgin prófsteinninn á COVID-19 ?

Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður lýsir því á facebook í dag hvernig samkomureglur í Noregi og Danmörku eru mun strangari en hér. 

Undanfarna áratugi hefur myndast nokkurs konar múgsefjun hér á landi vegna verslunarmannahelgarinnar með yfirgengilegum fréttaflutningi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um óteljandi atriði, smá og stór, sem allt í einu verða svo svakalega merkileg. 

Það hefur til dæmis verið þannig að það þurfi að vera með beinar útsendingar frá leiðum út úr Reykjavík til þess að segja þær ekkifréttir að umferð sé að þyngjast út úr borginni, og síðan aftur sams konar stórfréttir á mánudeginum af því að umferð til borgarinnar fari að þyngjast. 

Það er meira en hálfrar aldar hefð fyrir því fyrirbrigði í skemmtanahaldi, sem kalla má hjarðhegðun í formi þess að allir vilji helst vera þar sem allir eru. 

Liður í því er að halda úti sem mestum auglýsingum og fréttaflutningi af öllum þessum skemmtunum og keyra upp gamalkunna þörf á skyldudjammi. 

Á tíma COVID-19 er ofangreint fyrirbrigði eitthvert það versta, sem hugsanlegt er á tíma heimsfaraldurs drepsóttar. 

Auk nýtilkominnar óvissu vegna stökkbreytinga á kórónaveirunni, sem Kári Stefánsson lýsir, er stærsta samkomuhelgi ársins viðbótar áhyggjuefni. 

 


mbl.is Við erum á hættulegu augnabliki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Næsta verzlunarmannahelgi verður mögnuð.  Fyrirbæri sem verður í manna minnum um áratugi.

Ég býst við vissum hlutum, en þori ekki að spá um aðra.

Það eina sem ég veit er að fæstir sem áttu miða hafa hætt við að koma... hugsaðu aðeins um það.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.7.2020 kl. 18:36

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sóttvarnarlæknir hefur ítrekað varað við hópsamkomum og ekki ávallt við góðar undirtektir. Stóra lægðin vestur af Írlandi á fimmtudag mun sjá um að ekki verði stórsmit um verslunarmannahelgi. Kuldinn frá Grænlandi mun áfram sjá um að ekki verður fýsilegt að tjalda. Kaldasti Júlí í áratugi? Íslandsnafnið hefur eins og á víkingatímum sannað sig sem réttnefni. Hægfara hlýnun ef horft er á hjöðnun jökla, en engar hamfarir.

Sigurður Antonsson, 27.7.2020 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband