31.7.2020 | 12:40
Stærri rafhlöður = öflugri hraðhleðslustöðvar.
Undanfarin ár hafa rafhlöður rafbíla farið stækkandi. Það eru ekki nema nokkur ár síðan rafhlaðan í Nissan Leaf var aðeins 24 kílóvattstundir og raundrægnin um 130 kílómetrar.
Nú fæst Nissan Leaf með 40 eða 60 kwst rafhlöður, og fjöldi rafbíla er boðinn með 60 kwst, sem gefa allt að 420 kílómetra drægni.
Tesla hefur verið með enn stærri rafhlöður, en nú eru að koma bílar af fleiri gerðum með með 77 kwst og meira, en þetta þýðir að ef á að taka jafnlítinn tíma og fyrr að hlaða rafmagni á bílana, þarf meira flæði rafmagns.
Bæði hér á landi hamlar það helst fjölgun rafbíla, að það þarf að hraða uppbyggingu hleðslustöðva, bæði hraðhleðslustöðvum og heimahleðslustöðvum.
Og með þumalputtareglu má finna út hvað hleðslutíminn verði langur. 120 kílóvatta flæði á hraðhleðslustöðvum Tesla þýðir ca 60 kílóvattstunda áfyllingu á hálftíma.
Vegna þess hvað orkumagn og flæði er mikið, verður áfyllingin aðeins léttari í upphafi á tóma rafhlöðum en hægari í lokin þegar rafhlaðan er að fyllast og fylling á sellunum að jafnast.
Venjuleg langtímahleðsla við heimahús eða vinnustað gefur mestu gæði orkunnar, ef svo má segja, lengstu drægnina.
Sem dæmi má nefna að á minnstu rafbílum landsins, Tazzari Zero, eru rafhlöðurnar aðeins 12,8 kwst, en hleðslan úr venjulegri heimainnstungu er 1,7 kílóvött, og uppgefinn hleðslutími 9 klukkustundir.
Á Super Soco CUx rafknúnum léttbifhjólum er rafhlaðan aðeins 1,8 kwst og auglýstur hleðslutími er 6 klukkustundir.
Þar að auki eru rafhlöður fyrir CUx hjólin útskiptanlegar og hægt að hlaða þær hvar sem venjulegaar innstungur er að finna.
Þessi minnstu rafknúnu farartæki þurfa ekkert öflugri hleðslutengingar en til dæmis tölvur eða ljósaperur, sem til dæmis gerir það að verkum, að rafknúnu hjólin tvö, sem hér verður birt mynd af, hafa ekki kostað krónu vegna hleðslu í heimahúsi.
Raunar eru rafhlöður
Tesla opnar aðra hraðhleðslustöð á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.