Sigríður var sæt. Virkjun þriggja stórfossa í Þjórsá er nefnd Kjalölduveita!

Þegar virkjun Gullfoss var alvarlega á dagskrá fyrir öld, lagði Sigríður í Brattholti á sig mörg ferðalög til Reykjavíkur til þess að berjast gegn þeim áformum. Dynkur.

"Verðlaun Sigríðar í Brattholti" eru verðlaun, sem veitt eru árlega framúrskarandi náttúruverndarfólki á Degi íslenskrar náttúru. 

Þau eru ekki veitt vegna þess að Sigríður hafi verið einskonar snoppufríð leiðsögukona við Gullfoss fyrir öld, heldur fyrir´baráttu hennar fyrir verndun fossins. 

Sigríður var einfaldlega brautryðjandi í náttúruverndarbaráttu hér á landi og fyrirmynd allra sem síðan hafa fylgt í fótspor hennar. 

Útlistunin á upplýsingaskiltinu við fossinn er ekkert einsdæmi hér á landi heldur næstum því orðin viðtekin venja. 

Virkjun fossa, líka stórfossa á borð við Gullfoss, er enn á óskalista yfir virkjanir. 

Í upphafi var fyrirhuguð Urriðafossvirkjun neðst í Þjórsár kennd við Urriðafoss, svo að þar fór ekkert á milli mála. 

Hitt vita færri, að fjórir stórfossar ofar í ánni eru á þessum lista. Næst fyrir ofan Urriðafoss er Búðafoss, en þrír efstu fossarnir eru í Efri-Þjórsá og tveir þeirra jafnokar Gullfoss að stærð, Gljúfurleitarfoss og Dynkur. 

Efst er Kjálkavers/Hvanngiljafoss. 

Nú hefði mátt halda að virkjun þriggja efstu fossanna væri skilgreind á sama hátt og Urriðafossvirkjun og nefnd Þjórsárfossavirkjun. 

Nei, ekki aldeilis. 

Upphaflega áætlunin um þessa virkjun var nefnd Norðlingaölduveita en núna er sams konar virkjun nefnd Kjalölduveita. 

Norðlingaalda og Kjalalda eru tvær aðskildar sandöldur nálægt stíflustæðinu og auðvitað algerlega ómögulegt að virkja þær. 

En það er handhægt að grípa þessi að mestu óþekktu örnefni, af því að þau eru í grennd við fyrirhugaða stíflu, sem tekur Þjórsá úr farvegi sínum inn í jarðgöng áleiðis austur í Tungnaá. 

Það, sem skiptir öllu máli er hins vegar, að það sem á að virkja, eru Þjórsárfossarnir þrír. 

Búðafoss, sem áður er nefndur, er í þeim hluta Þjórsár, sem stefnt er að að virkja ofan við Urriðafossvirkjun. 

Ekkert í nöfnum þessara virkjana bendir til þess að verið sé að virkja ána, heldur heitir önnur virkjunin Hvammsvirkjun og hin Holtavirkjun. 

Þar að auki er á teikniborði virkjun sjálfs Dettifoss með því að veita Jökulsá á Fjöllum austur í Fljótsdalsvirkjun. 

Sú virkjun heitir ekki Dettifossvirkjun í skjölum þar um heldur Helmingsvirkjun. 

Helmingur er nafn á litlu vatni eða tjörn nálægt stíflunn fyrir þessa virkjun, tugum kílómetrum ofar, og þessi tjörn kemur raunverulegum tilgangi þessarar stórvirkjunar ekkert við. 

En þetta hlálega heiti gæti orðið hentugt, af því að það gæti bent til þess að aðeins eigi að virkja helminginn af vatnsafli Dettifoss. 

 


mbl.is Fríð sýnum en engin baráttukona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nauðsynlegt að virkja fyrir stóriðjuna. Líka eftir að hún er ýmist komin á hausinn eða á ekki lengur fyrir útsöluprísnum. Málið snýst nefnilega ekki um að hafa eitthvað upp úr bröltinu. Bröltið sjálft er markmiðið. Og takist að eyðileggja náttúruverðmæti í leiðinni er það ánægjulegur bónus!

Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2020 kl. 15:40

2 identicon

"lagði Sigríður í Brattholti á sig mörg ferðalög til Reykjavíkur til þess að berjast gegn þeim áformum. "

Hljómar mun betur en "hótaði að henda sér í fossinn ef af vikjunaráformum yrði" 

Grímur (IP-tala skráð) 31.7.2020 kl. 21:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hótunin má að sjálfsögðu vel vera með, en munurinn er þó sá, að hún komst aldrei í aðstöðu til að framkvæma hana, en ferðirnar mörgu og erfiðu fór hún þó sannarlega. 

Ómar Ragnarsson, 31.7.2020 kl. 23:39

4 identicon

Sigríði á vel að þessari upphefð skilið. þó ekki skil ég þetta umstang með skiltið hugsa að henni hefði verið nokk sama um þess upphefð sjálfri en ef svona aðgerðir veita ómari huggun er það bara gott  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband