Gott að skiltin verði í samhljómi. En Kjalölduveita og Helmingsvirkjun blífa

Gott er til þess að vita að skilti með upplýsingum um baráttukonuna Sigríði í Brattholti verði með markvissum texta við Gullfoss, eins og nú hefur verið greint frá að Umhverfisstofnun stefni að. 

Í bloggpistli á undan þessum um þetta mál, er greint frá því að virkjun stórfossanna þriggja efst í Þjórsá verði ekki nefnd Þjórsárfossavirkjun heldur Kjalölduveita ef af verður. 

Það mun blífa og enn stærri hugsanleg virkjun sjálfs Dettifoss, er í gögnum þar um nefnd Helmingsvirkjun en ekki Dettifossvirkjun. 

Það mun væntanlega verða svo áfram. Sjá nánar í nefndum bloggpistli og drónamyndir af Dynk úr Ferðastiklum, sem finna má á netinu.  


mbl.is Endurskoða skilti um Sigríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hvað ætli Gullfossvirkjun verði nefnd?

Brattholtsvirkjun?!

Húsari. (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 08:30

2 identicon

nú þekki ég ekki staðhætti en varla verða virkjanahús byggð í fossum heldur í bergi á hentugum stað því er eðlilegt að nefna virkjanir eftir þeim stað sem stöðvarhúsið er sprengt inní 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 09:17

3 identicon

Þeim sem enn halda að barátta Sigríðar í Brattholti hafi einhverju skipt í sambandi við virkjun Gullfoss væri hollt að lesa þessa grein:

https://timarit.is/page/5324920?iabr=on#page/n174/mode/1up

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband