Honda Super Cub, mest selda vélknúna farartæki sögunnar.

Í fljótu bragði nefna flestir réttilega Volkswagen Typ 1, eða Bjölluna, sem mest seldu sérstaka bílgerð heims, með rúmlega 21 milljón eintök.

Þegar talað er um að til dæmis Toyota Corolla sé nálægt þessum titli, fer því fjarri, því að fyrstu Corolla bílarnir og síðari kynslóðir undir þessu heiti eiga nær ekkert sameiginlegt. 

Fyrstu kynslóðir Corolla voru með vélina langsum frammi og driflínuna langsum þaðan aftur í stífan afturöxul með afturhjóladrifi og blaðfjöðrum. 

Allar síðari kynslóðir Corolla voru með vélina þversum frammi í og driflínuna sömuleiðis, og drif á framhjólunum með sjálfstæðri gormafjöðrun. Honda Super Cub 

Nóg um það, en þegar spurt er hver sé mest framleidda sérstaka gerð vélknúinna farartækja, er svarið hvorki Bjallan eða Ford T, heldur létta bifhjólið Honda Super Cub, sem markaði upphaf velgengni Honda á heimsvísu, meira að segja líka á hippatímanum í Ameríku.  

Hefur verið framleitt allar götur frá 1958 og salan samtals komin yfir 100 milljónir eintaka.

Til að halda upp á þetta hefur Honda framleitt Super Cub að nýju, að mestu óbreytt, og er með því að bæta við loka sölutölu Super Cub. Honda Super Cub 2004

Honda Super Cub er auðþekkt á því, að á hjólinu er sérstök þverstæð plasthlíf, sem veitir svipað skjól og fékkst upphaflega á hjólum af Vespu gerð. 

Það er líka með stórar 17 tommu felgur, sem gefa því góða stýriseigeinleika á misjöfnu undirlagi. 

Sjálft stellið er lágt liggjandi og hreyfillinn liggur láréttur neðst í miðjunni, en ekki aftast og sambyggður við afturhjólið eins og var á byltingarhjólinu Vespa 1946 og á nær öllum slíkum hjólum síðan. 

Þetta stuðlar að góðu jafnvægi hjólsins.  

Super Cub var upphaflega með 50 cc fjórgengisvél en er nú í A1 125 cc flokki og með sinn 95 km/klst hámarkshraða og gamaldags byggingu vélhjóls og loftkældri vél. Nær svipuðum hámarkshraða og nýtískulegr vatnskældir fjórventla keppinautar, sem mest seljast, svo sem Honda SH, og vantar geymslurýmið undir sætunum, sem vespulaga hjól hafa. Honda Super  Cub

En það er alveg samkeppnisfært ennþá, nema hvað snertir verðið, sem er fjórðungi hærra en á Honda PCX,  og það er áreiðanlega svolítið svalt að vera á þessu hjóli, þótt það sé komið með nokkrar  og smærri nýjungar, en geta samt talist af vinsælustu gerð farartækja í heiminum. 

Auglýsingaherferðirnar fyrir þetta hjól voru vel heppnaðar, en slíka mynd er að sjá neðst á síðunni með hinum fræga texta: "You meet the nicest people on a Honda."  


mbl.is Meirihluti nýskráðra Honda bíla hybrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Honda sópaði til sín markaðnum fyrir svo kallaðar "skellinöðrur " upp úr 1960.“innrásin” frá Japan hefst . . Japönsku bílarnir komu svo eitthvað  seinna.

Hörður (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 19:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Honda 600 kom næst, örbíll, síðan Honda Civic, smábíll og þar á eftir Honda Accord og Prelude. 

GM, Ford og Chrysler hlógu, en allt i einu var komið 1990 og Lexus 400 sendi alla, bæði Kanana og Þjóðverjana að teikniborðunum.  

Unglingarnar í skólunum líkaði við Super Cub og 600, sem síðan stækkuðu og urðu dýrari eftir því sem þessir ánægðu eigendur urðu ríkari.  

Eitthvart stórbrotnasta viðskiptasnilld sögunnar!

Ómar Ragnarsson, 2.8.2020 kl. 20:11

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki gleyma Honda CB 50.

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2020 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband