Af hverju allar vélarnar á sama tíma?

Það er litið á það sem eðlilegt ástand á venjulegum tímum þótt margar brottfarir og komur raðist inn á svipuðum tíma. 

En þegar umferðin er aðeins brot af því sem áður var, kallar það á spurningar um það ástand, sem ríkti í Leifsstöð í morgun.   

Er verið að bíða eftir ástandi, þar sem það komi aftur sem hér ríkti í vor og fyrrihluta sumars að allt flugið falli að mestu niður vegna þess að veirunni skæðu virtist boðið upp á góðar samgöngur fyrir sig?


mbl.is Blöskraði aðkoman í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lendingarslottin á þeim flugvöllum erlendis sem flogið er til ráða brottfarartíma hér, ekki einfalt að breyta þeim. Tímaslott á vinsælum flugvöllum geta verið hundruð miljóna virði. 

Vidir Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 21:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, rétt er það, en það hlýtur samt að vera eftirsóknarvert í ljósi brots af umferðinni að reyna að greiða betur úr þessu sameiginlega. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2020 kl. 02:44

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er vel skiljanlegt að vandraðað sé þeim flugum á flughlið sem hingað koma. Að það þurfi nánast öll flug sem fara frá Íslandi snemma morguns á sama tíma að fara framhjá “Langagangi” og í örfá hlið, er með öllu óskiljanlegt. Skýringar Isavia á þessu eru ekki boðlegar. Það er ekki verið að skima út úr landinu, heldur inn í það! Þetta eru svo galin vinnubrögð að engu tali tekur. Það er ekkert sem bannar að ´´slot´´sem ekki er verið að nota séu nýtt!

 Á flestum alvöru flugvöllum er fólk kallað út í vél eftir sætanúmerum sínum. Allajafna öftustu sætin fyrst og síðan frameftir vél, að undanskildum þeim sem keypt hafa sér betri sætin fremst, eða barnafólki og eldra með skerta hreyfigetu.

 Í Keflavík er frumskógarlögmálið látið ráða og því fer sem fer. Algert kaos og stjórnendum vallarins til háborinnar skammar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2020 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband