Boeing 737 Max-málið dregst áfram á langinn. Fer að minna á 787.

Það eru ekki góðar fréttir, sem greint var frá af Boeing 737 MAX í fréttum RUV á miðnætti. 

Flugmálastofnun Bandaríkjanna fellst ekki á það, að aðgerðir Boeing til útbóta séu fullnægjandi, heldur setur fram nýjar kröfur um prófanir og endurgerð á verkferlum við þjálfun flugmanna. 

Það síðasta var einmitt eitt af helstu ástæðum þess, að verksmiðjan reyndi að minnka allt umstang flugfélaganna vegna MCAS-búnaðarins, vegna þess að þar var um háar kostnaðarliði að ræða, sem flugfélögin sluppu við ef þau keyptu Airbus 320 neo, þar sem aukabúnaður og aukaþjálfun voru óþörf.   

Í fyrrnefndri frétt sagði, að auglýstar vonir framleiðandans um það hvenær leyfilegt yrði að fljúga vélunu, myndu ekki rætast, heldur væru framundan nýjar aðgerðir, sem enginn vissi á þessari stundu hve langan tíma myndu taka. 

Þetta minnir óþyrmilega á allar frestanirnar sem urðu á notkun Boeing 787 Dreamliner á sínum tíma. 

Nú er hins vegar miklu meira í húfi vegna þess hvað MAX vélarnar, sem búið er að selja eða panta eru miklu fleiri, og ekki síst vegna þess, að þær eru af þeirri stærð, þar sem slagur flestra flugfélaga upp á líf og dauða er harðastur.   


mbl.is Önnur bylgja ekki haft áhrif á fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Best væri ef þessar dauðagildrur færu aldrei í loftið aftur, ég veit að fyrir mitt leyti þá mun þetta hafa áhrif á með hverjum ég tek flugið í framtíðinni.

Flugvél sem er hönnuð til að gott sem hrapa en haldið á lofti með brögðum, það bara getur ekki endað vel.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.8.2020 kl. 09:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Það, sem ekki er í bílnum, bilar aldrei", sagði Henry Ford.

Ómar Ragnarsson, 4.8.2020 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband