"Hesturinn ber ekki það, sem ég ber."

Sala á upprunavottorðum grænnar orku er dæmigerður íslenskur brandari. Minnir á klassíska íslensk þjóðsögu af karlinum, sem setti poka á bak sér sitjandi uppi á hestinum, í stað þess að reiða hann fyrir framan sig. 

Þegar hann var beðinn um útskýringu á þessu háttalagi svaraði hann: "Hesturinn ber ekki það, sem ég ber." 

Salan á upprunavottorðum um græna orku, sem seld er umhverfissóðum í Evrópu er lýsandi fyrir skammgræðgishugsunina sem er svo ráðandi hér á landi. 

Til þess að græða tiltölulega litla fjárhæð með þessari rugluðu sölu, er landinu komið í bókhaldi grænnar orku í Evrópu í ruslflokk og kaupandanum komið í þá stöðu að geta stært sig af því að framleiðsluvara hans sé græn, þegar hún er það alls ekki. 


mbl.is Kom forsætisráðherra á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er þetta Orkupakkinn í sinni skírust mynd?

Er þetta það sama og íblöndunin í bílaeldsneytið, allt í plati?

Er þetta það sama og sektar greiðslurnar fyrir lífsloftið, kolefnið, sem ýmsir kalla mengun? 

Eru þetta lögin frá Evrópu, lög víxlarana sem spila á okkur? 

Látum þá borga, setjum mæli á nefið á þeim.

Kaupum af þeim fasteignirnar, vegina, orkuverin, dreifikerfin,vatnsveiturnar fráveiturnar, hitaveiturnar, hækkum greiðslurnar, eigum það allt skuldlaust á þrem árum, og svo mjólkum við þá um alla framtíð. 

Hvað á að kalla okkur víxlarana? 

Hvað á að kalla okkur alþíðuna? 

Jesú rak víxlarana út úr Musterinu, stjórnsýslu þess tíma. 

Ég legg til að við menntum okkur alla og sköpum betri heim, 

Verð að hlaupa.

Egilsstaðir, 08.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 8.8.2020 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband