Jafn óvćnt og Ólympíusilfriđ.

Vilhjálmur Einarsson var hinn rólegasti ađ slaka á eftir hádegisverđ hinn 7. ágúst 1960, ţegar hringt var í hann og hann spurđur, hvađ hefđi komiđ fyrir hann. 

Ţađ var ekki furđa, ţví ađ stutt var í ţađ ađ ţrístökkiđ hćfist á frjálsíţróttamóti á Laugardalsvellinum og Vilhjálmur orđinn of seinn á vettvang; hafđi lagt á minniđ tímasetningu, sem var einni klukkustund of sein.  

Hann flýtti sér ađ sjálfsögđu á völlinn, en var svo seinn fyrir, ađ hann hafđi of lítinn tíma til ađ hita upp og varđ ađ sleppa fyrsta stökkinu. 

Síđan tók hann til viđ ađ stökkva og stökkserían varđ sú langbesta, sem hann náđ á ferlinum fram ađ ţví, međ jöfnun á gildandi heimsmeti, 16,70 metrar. 

Heimsmethafinn Jósef Schmidt var ađ vísu kominn međ heimsmetstökk, 17,03 metra í safn sitt, en ţađ átti eftir ađ fylgja ţví eftir og fá ţađ samţykkt sem löglegt heimsmet. 

16,70 stökkiđ ţennan ágústdag kom nćstum ţví jafn óvćnt og silfurstökkiđ í Melbourne 1956, en var aldeilis stórkostlegt afrek, sem gaf talsvert fleiri stig ţá en gildandi heimsmet í 100 metra hlaupi. 

Á ţessum árum voru ekki komnar í gagniđ ţćr tartan-brautir sem síđar komu, né heldur mun betri keppnisskór og framfarir í ţjálfun og tćkni. 

Met Vilhjálms og annarra á ţessum árum er ţví erfitt ađ bera beint saman viđ met nútímans, en eru fyrir bragđiđ enn stórkostlegri en ella.  

Á Ólympíuleikunum í Róm munađi örfáum sentimetrum ađ Vilhjálmur kćmist aftur á verđlaunapall, en ţar stökk hann lengra en á leikunum í Melbourne, ţriđji besti árangurs hans á ferlinum, en var óheppinn međ ađstćđur, sem mótuđust af misvindi, og bitnuđu á honum af völdum keppinautar, sem teygđi tímann í undirbúningi stökkva sinna svo mikiđ, ađ međ eindćmum var. 

Ţá höfđu ekki veriđ sett ţau tímamörk í reglurnar, sem síđar komu til ađ koma í veg fyrir slíkt. 


mbl.is Afrek sem allar milljónaţjóđir yrđu stoltar af
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband