8.8.2020 | 17:15
Öll samgöngumannvirki þurfa rými og krossgötur hafa aðdráttarafl.
Samgöngur eru grundvallaratriði fyrir samfélög nútímans. Þær hlíta líka sjálfar ýmsum lögmálum, svo sem að þar sem leiðir skerast, er það út af fyrir sig aðdráttarafl fyrir atvinnu- og þjónustufyrirtæki, en þó fyrst og fremst fyrir samgöngumannvirki.
Þetta tvennt veldur því að á Ártúnshöfða í Reykjavík er hluti af lang stærstu krossgötum landsins, sem eru með þungamiðju höfuðborgarsvæðsins nálægt Blesugróf í miðpunkti, en þessar krossgötur ná yfir svæði, sem Árntúnshöfði, Vogabyggð, Mjódd, Skemmuhverfi og Smárahverfi eru inni í.
Krossgötusvæðið teygir arma sína um allt land. Frá Austurlandi liggja tveir armar til Reykjavíkur og skerast við Elliðaárnar. Armur liggur þaðan til norðvesturs út á Seltjarnarnes, og armur frá Norðvesturlandi og Norðurlandi alla leið til Suðurnesja, liggur í gegnum fyrrnefnda þungamiðju við Elliðaár.
Mislæg gatnamót þurfa rými, götur og stígar fyrir allar tegundir farartækja, allt niður í fætur gangandi vegfarenda, þurfa rými, flugsamgöngur þurfa rými og mannvirki tengd siglingum þurfa rými.
Ef Borgarlína kemur, verður að kappkosta að hún taki sem minnst rými frá öðrum samgöngumannvirkjum.
Eigendur Einingaverksmiðjunnar virðast átta sig á þessu og segja, að allt hafi hvort eð er bent til þess að hún yrði að flytja sig um set frá Breiðhöfða.
Einna verst virðist mörgum að átta sig á gildi flugsins og þörfum þess, og virðast enn margir, samt minnihluti kjósenda, halda, að 80 ára gamlar hugmyndir um stöðu samgangna séu enn í gildi, með Hljómskálagarðinn sem miðpunkt byggðar á höfuðborgarsvæðinu.
Flytja starfsemina vegna borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn á almenningssamgöngum, aka Borgarlína, og einkabílnum er m.a. sá að Borgarlínan þarf mun minna rými en einkabíllinn. Þetta gildir ekki síst um sporvagna. Oft aðeins nokkur prósent af því rými sem bíllinn þarf miðað við fjölda "farþega."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.8.2020 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.