10.8.2020 | 19:35
Slökunin kemur í bakið á okkur. Vandfarin málamiðlun.
Slökun á aðgerðum vegna ferðafólks ber árangur til að byrja með, ef tíðni smita helst áfram lág eins og vonast var til við tilslökunina fyrr í sumar.
En ef smitum fjölgar fram yfir ákveðin mörk, til dæmis með vaxandi kæruleysi gagnvart reglum eins og nú hefur færst í aukana, fáum við það í bakið, af því að málið er alþjóðlegt og varðar ferðir á milli landa um allan heim.
Ef sóttvarnarreglur kippa fótunum undan efnahagslífinu hjá okkur, mun það bitna á velferðarþjónustunni í formi samdráttar á því sviði.
Þannig er þessi barátta full af mótsögnum, sem valda því, að finna verður vandfarna málamiðlun.
Lagt til að Ísland fari á rauða listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er enginn að tala um að loka landinu alveg það er bara allir í tveggja vikna sóttkví.
Þetta er einungis spurning um það hvort ferðalög verði stoppuð hér eða úti eins og höft Norðmanna sýna.
El lado positivo (IP-tala skráð) 10.8.2020 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.