Einræði með ógn og þrýsting á báða bóga.

Senn fer að halla í þrjá áratugi valda sama mannsins í Hvíta-Rússlandi. Það er ansi langur tími á evrópskan mælikvarða og lang lengsti valdatími nokkurs leiðtoga í marga áratugi. 

Í Rússlandi ríkti Stalín í tæpa þrjá áratugi og Frankó í 36 ár á Spáni.  

Stuðningur Pútíns við Lúkasjenko byggist á þrýstingi hins síðarnefnda, því að Pútín á aðeins um tvo kosti að velja, þar sem stuðningur við Lúkasjenko er þekkt stærð, en stuðningur við einhverja er ferð út í óvissuna. 

Þetta veit hvít-rússneski einræðisherrann og skákar í því skjólinu. Það ríkir því ógnarsamband í báðar áttir við Pólland og Rússland, því að báðar þessar þjóðir eiga afar mikið undir því, hverjir fara með völd í Hvíta-Rússlandi. 

Pólland er ekki í NATO að ástæðulausu, en við austurlandamæri Póllands gildir eindregin afstaða Rússa: Hingað og ekki lengra.  

Hvað Rússland varðar, eru línurnar svipaðar og gagnvart Úkraínu. Rússar munu aldrei líða að Hvíta-Rússland bindist böndum við ESB eða NATO, skítt með það þótt versta einræði í Evrópu ríki í Hvíta-Rússlandi. 


mbl.is Allt á suðupunkti í Hvíta-Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband