Loforðakapphlaup um bóluefni.

Kári Stefánsson telur ólíklegt að nothæft bóluefni gegn COVID-19 verði tilbúið fyrr en seint á á næsta ári. 

Þórólfur Guðnason segir, að við verðum að búa okkur undir að gera meira en að þreyja þorrann og góuna 2021, þetta verði langhlaup. 

Hvorugur þeirra á neitt undir því að gefa sem hagstæðust loforð. 

Erlendis stendur hins vegar ekki einasta yfir kapphlaup um það hver verði fyrstur að framleiða nothæft bóluefni, heldur ekki síður kaupphlaup hver geti auglýst hagstæðustu vonirnar þess efnis. 

Trump sagði í febrúar að veiran væri að hverfa en samt virðist ekkert lát á henni vestra enn sem komið er. 

Hann vill að sjálfsögðu fresta forsetakosningunum í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna; að sögn til að koma í veg fyrir stórfellt kosningasvindl. 

Fyrir síðustu kosningar gaf hann í skyn að hann myndi kæra úrslit þeirra kosninga, nema hann ynni sigur. 

Hann vann, og virðist ætla að nota sterkara afbrigði nú, ef hann vinnur ekki sigur. 

Hann lýsti því yfir í vor að Kínverjar hefðu búið kórónaveiruna til á tilraunastofu í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir endurkjör hans. 

Öll stefnan í heimsfaraldursmálunum um þessar mundir snýst um mál málanna hjá honum, að verða áfram forseti.  Það gefur auga leið að þar með er það höfuðatriði að sigur á veirunni hafi unnist með bóluefni í tæka tíð. 

Allar þjóðir vilja þá Lilju kveða að verða fyrstar með þessa dýrmætu vöru. 

Miðað við þær upplýsingar, sem liggja fyrir um rússneska bóluefnið, vekur loforð Putins furðu. 

Trump verður væntanlega ekki skotaskuld úr því að fást við Harris, varaforsetaefni Bidens. 

Það sýndi hann í vor með beittri árás sinni á þrjár stjórnmálakonur vestra, sem voru honum ekki að skapi og voru af erlendum uppruna og frekar dökkar á hörund: 

"Hypjið ykkur til þeirra landa, sem þið komið frá!" 

 


mbl.is Bandaríkjastjórn býst við bóluefni í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar karlinn, 

Þegar að þetta bóluefni kemur hingað, þá á Þórólfur karlinn eftir að auglýsa þetta bóluefni öruggt, rétt eins og síðast (Fbl. 6. sept. 2009) og ekki minnast einu orði á svínaflensubóluefnið tengslin við drómasýki og/eða hvað þá aðrar aukaverkanir, þar sem að menn hérna eru einfaldlega hættir að fara eftir siðareglum lækna. Þrátt fyrir að vitað sé til þess að taugaeiturefni (neurotoxin) í bóluefnum hafi valdið sjálfsónæmissjúkdómum, og vitað sé til þess að þessir sjúkdómar hafi aukist með auknum bólusetningum, þá veitir Sóttvarnalæknir hér nákvæmlega enga bæklinga, útprentaða fylgiseðla eða hvað þá varnaðarorð, heldur eingöngu upplýsingar um meinta gagnsemi bóluefnanna gegn sjúkdómum og lítið sem ekkert annað. Ólíkt öðrum þjóðum þá er fólki hér ekki sagt neitt um þær áhættur er geta fylgt bólusetningum, eins og t.d. Multiple sclerosis (MS), Myasthenia gravis, Vasculitis, liðagigt, rauðum úlfum, Guillian Barré sjúkdóminum og öðrum skyldum sjúkdómum og hvað þá að fólki sé sagt eitthvað varðandi alla taugasjúkdómana eins og mænusótt, heila- og mænubólgur. Það er eins og að menn séu hér að passa upp á að fólk tengi ekki aukaverkanir og sjúkdóma við bólusetningar.Menn spyrja hvaða tilgangi þjónar embætti landlæknis-sóttvarnalæknis ef það getur ekki farið eftir lögum og veitt réttar upplýsingar?

KV.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2020 kl. 17:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Auðvitað á heimurinn mikið undir því að Trump verði endurkjörinn forseti og stríðaæsingaflokkur demokratanna verði ekki við völd.

BAndaríkjamenn geta eins kostið framliðinn mann eins og þennan Biden sem er trúlega með Alzheimer og ekki líklegur til stórræða.Er honum ekki haldið úr almenningsaugsýn svo að hann tali ekki afs sér öfgugt við Trump sem aldrei getur þagað?

Halldór Jónsson, 12.8.2020 kl. 17:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

'Eg er ánægður með að Þorsteinn Scheving láti ekki bolusetja sig.Sjálfur hef ég tekið inflúensusprautur í áratugi og heilsan verið góð og veitir þetta vörn greinilega gegn umgangspestum. 

Halldór Jónsson, 12.8.2020 kl. 17:20

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Halldór, 

Það er rétt hjá þér að ég fer ekki í þessa bólusetningu, nú og einnig er það rétt hjá þér, að taka ekki einhverja svona áhættu með þessu bóluefni, er þeir hjá Embætti landlæknis eiga eftir að auglýst öruggt án frekari upplýsinga um áhættur. Nú þetta lélega Embætti landlæknis (sóttvarnalæknis) er alls ekki treystandi, hvað þá þessu sóttvaranalækni, eins og dæmi sanna hér fyrir neðan:

"Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarnasviðs hjá Landlæknisembættinu, segir landsmenn ekki eiga að þurfa að óttast alvarlegar hliðarverkanir af bóluefni við svínaflensunni."(Pressan 14 okt. 2009) .

“..sóttvarnarlæknir fullyrðir að efnið sé öruggt…” (Vísir 06. sep. 2009), “..bóluefnið sem notað er hér á landi uppfyllir alla staðla um öryggi.” (Fréttablaðið 21. des 2009) og “..bóluefnið er mjög öruggt..” (DV 4 nóv 2009).

Í pressunni sunnudaginn þann 8. febrúar 2011 undir fyrirsögninni  "Sóttvarnalæknir andmælir: Ekki sýnt fram á tengsl svefnsýki og svínaflensusprautu hér á landi", en þar kemur það frá embættinu, eða:"..vill árétta að þessi tengsl hafa einungis sést í Finnlandi en hafa ekki sést hér á landi, né heldur í Svíþjóð, Noregi eða Danmörku eða annars staðar". Þegar í ágúst 2010 var vitað um tilfelli í Svíþjóð : "In Aug 2010, following media attention in Sweden and Finland associating the pandemic vaccine Pandemrix with new onset narcolepsy, a review was initiated at the request of the European Commission under Article 20 of Regulation (EC) No 726/2004, on 27 August 2010" .

Nú og talandi um svefntruflanir, því að allt frá 26. maí 2011 að telja var búið að skrá inn í Eudravigilance gagnagrunninum alls 281 tilfelli drómasýki (e. narcolepsy) og af þeim voru 185 tilfelli er komu upp í Svíþjóð og Finnlandi, og hin 96 drómasýkistilfellin höfðu verið skráð sem hér segir: 31 tilfelli í Frakklandi, 17 í Noregi, 26 í Þýskalandi, 3 í Swiss, 4 í Hollandi, 1 í Portúgal og 3 á Bretlandi eftir bólusetningar með Pandemrix .

En hér á landi var Embætti landlæknis að mæla með bólusetningu í Fréttablaðinu þann 27. desember 2011 með þeim fullyrðingum, að “í Finnlandi og Svíþjóð tengdist bólusetning með Pandemrix drómasýki hjá ungu fólki. Þessi tengsl hafa hins vegar ekki sést í öðrum löndum þrátt fyrir milljónir bólusetninga ..”, en þessi ósannindi hérna eru lýsandi dæmi yfir hvernig þetta lélega Embætti landlæknis reyndi að koma inn ósannindum, þar sem að vitað var frá 26. maí 2011 um allt að 281 tilfelli drómasýki (e. narcolepsy) eftir þessar Pandemrix bólusetningar.

Nú og ofan á allt þá var Pandemrix bóluefnið bara með "miðlægt markaðsleyfi" samkvæmt Lyfjastofnun Evrópu (EMEA)  og því alls ekki öruggt bóluefni, og það voru hrein ósannindi  að segja að þetta Pandemrix bóluefni hafi verið öruggt. 

 KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 12.8.2020 kl. 19:24

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Átta línur í pistlinum í innihald fyrirsagnarinnar, tuttugu línur í að agnúast út í Trump.

 Ekki það að hann sé í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, en mikið er hægt að djöflast á þessu greyi, sem hefur það eitt sér til sakar unnið að hugsa ekki aðeins, áður en hann talar. Það er vandlifað í henni veröld, en það virðist ekki vefjast fyrir þeim sem hina einu ´´réttu skoðun´´hafa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband