Hlýindin ein skapa flóðin.

Það var nokkuð óvenjulegt að fljúga í fyrradag eftir endilöngum Vatnajökli í árlegum hálendisleiðangri, og geta opnað hliðarglugga vélarinnar, sem er býsna stór, án þess að vera í neinni yfirhöfn. Enda hefur hitinn  þarna uppi í 1700 metra hæð verið allt að átta stig í plús! 

Herðubreið,Jökulsá á Fjöllum

Og í dag hefur líklega verið enn hlýrra.

Hitinn á Sauðárflugvelli, sem er skammt norður af Brúarjökli í 660 metra hæð yfir sjó var 20 stig í dag, 21 stig við Upptyppinga og 24 stig á Grímsstöðum, sannkallaður hnjúkaþeyr. 

Þessi þeyr er skraufþurr þannig að það er ör bráðnun stóru skriðjöklanna í norðanverðum jöklinum, sem skapar hin miklu flóð.  DSC00600

Herðubreiðarlindir eru rétt fyrir neðan ármót Jökulsár á Fjöllum og Kreppu, og vatnavextir í þessum tveimur ám skapa því flóð, sem fer yfir bakkana við lindirnar og skapa þar vandræði að því er heyra má í fréttum.

Efri myndin er af Jökulsá á Fjöllum með Herðubreið í baksýn, en myndin þar fyrir neðan var tekin af Grímsvötnum í fyrradag. 

Bráðnun íss í Grímsvötnum af völdum lofthita yfir frostmarki er lítil miðað við þá bráðnun, sem á sér stað af völdum jarðvarma undir Grímsvatnadaldinni fyrir norðan Grímsfjall og Svíahnjúka.IMG_0381

Búast má við að mikil bráðnun muni hraða fyllingu Hálslóns, sem er skammt frá Sauðárflugvellik, þannig að það geti farið á yfirfall fyrr en ella.   


mbl.is Þjóðvegur opnaður og staðan endurmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband