Rauður listi eða ekki: 1 milljón á móti 364 þúsund = 2,75

Samanburður á smitum eða dauðsföllum hjá einstökum þjóðum er miðaður við fólksfjölda landanna, og þá oftast sýndur sem smit eða dauðföll á hverja milljón íbúa. 

Tíu dauðsföll á Íslandi samsvara 27 dauðsföllum á hverja milljón íbúa. 

Margföldunartöluna ca 2,7 er ágætt að hafa í huga, þegar ástandið hjá okkur er skoðað hjá okkur. 

Í hugarreikningi er gott að fást við tölur, sem tölurnar 9 eða 11 ganga upp í, því að ef margfaldað er með slíkum tölum, er best að margfalda fyrst með næstu heilu tölu, í okkar tilfelli tölunni þremur, en draga síðan einn tíunda frá. 

Í deilingu er aðferðin notuð með því að deila með þremur en bæta síðan einum tíunda við. 

Þegar aðrar þjóðir ákveða, hvort setja eigi Ísland á svokallaða rauða eða gula lista, er miðað við fjölda smita á hverja milljón íbúa. 

Sem dæmi má nefna tíu smit hér á landi, sem samsvara 27 smitum á hverja milljón, þannig að ef einhver erlend þjóð setur markið milli rauðs og guls lista við 20 smit, eru við 7 ofar og lendum þar með á rauðum lista. 


mbl.is Átta ný innanlandssmit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband