Síðustu áratugi hefur verið óttast um tilvist Kolbeinseyjar, langnyrsta útvörð Íslands, vegna þess, að meðan eyjan er enn ofan sjávar, fylgir henni auka landhelgi upp á tugþúsundir ferkílómetra.
Til að gera eitthvað í málinu og einnig til að sýna fram á eitthvert notagildi eyjarinnar var að lokum steyptur styrkur þyrlupallur á hana.
Miðað við það hve mjög Kínverjar hamast við að byggja upp svipaða staði í Kínahafi, væri ágætt að gera hagkvæmnisathugun á því að viðhalda Kolbeinsey.
Ef það á að takast til frambúðar þarf að kosta nokkru fjármagni til, því að líkast til þyrfti að gera heilmikla járnbenta steinsteypusmíð ofan á og utan um Kolbeinsey sem stæðist öll áhlaup Atlantshafsins.
Og þá vaknar spurningin hvort það myndi borga sig að gera þetta og þess vegna er hagkvæmnisathugun brýn.
Youtube-stjarna kannaði tilvist Kolbeinseyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flaug í lágflugi yfir Kolbeinsey á HB-PMW, en tók enga mynd. All langt síðan.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.8.2020 kl. 12:11
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1477922/
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 18.8.2020 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.