18.8.2020 | 19:11
Eins og rafhlaða, sem þarf níu klukkustunda hleðslu?
Allir skilja hvað átt er við þegar gefið er upp að ákveðin rafhlaða, til dæmis í rafbíl, þurfi níu klukkustunda rafhleðslu til þess að búa yfir því afli og úthaldi sem þarf í framhaldinu.
Það er samt eins og að við vitum minna um hvað við þurfum sjálf til þess að halda fullri heilsu og afköstum. En 8-10 klukkustundir eru oft nefndir.
Einnig var því einnig haldið fram fyrir mörgum áratugum eftir rannsóknir á svefni og svefnþörf, að þriðja talan, 14 klukkustundir, ætti við ef um það væri að ræða að ná sér til fulls eftir langvarandi svefnleysi eða vökur, allt upp í nokkra daga.
Gefnar voru upp tvær megin aðferðir til þess að ná sér alveg eftir slíkt,
Annað hvort að sofa fullan svefn tvær nætur í röð, en hins vegar að sofa heila fjórtán tíma í einu.
Sem fróðleiksmoli fylgdi með, að sumir þyrftu helst alltaf svo mikinn tíma; til dæmis hefði Albert Einstein helst þurft 14 tíma.
Í flestum athugunum á heilsu og svefni er þeirri fullyrðingu andmælt að sumir þurfi bara fimm klukkustundir, og hafa Margrét Thatcher og Albert Guðmundsson verið nefnd í því sambandi.
Í sambandi við slíkt hefur það verið dregið fram að sumir hafi vanið sig á að fá sér lúr eða síestu upp úr hádegi.
Ólafur Jóhannesson, Winston Churchill og Konrad Adenauer hafa verið nefndir, en þess reyndar getið að þetta hafi Adenauer tekið upp á síðustu valdaárunum sínum, en hann var kanslari Vestur-Þýskalands til 87 ára aldurs.
Megin þættir sem nefndir eru, eru þeir, að góður svefn skiptist í tvo 3-5 stunda langa kafla, þar sem fólk fellur í svonefndan djúpsvefn í hvorri lotu um sig.
Ekkert geti komið í staðinn fyrir þennan djúpsvefn, til dæmis alls ekki að leggja sig í eina eða tvær klukkustundir í viðbót.
Og svipuð fyrirbæri um nauðsyn rólegrar djúphleðslu rafhlaðna með ákveðnu lágmarks millibili eru nefnd í rafbílafræðum. Hraðhleðslur eingöngu séu ófullnægjandi til lengdar.
Hvað snertir rafbíl síðuhafa er mælt með því að hann sé hlaðinn rólega í 14-16 tíma á tveggja vikna fresti.
Rúmlega þriðjungur fullorðinna sefur 6 tíma eða minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hrifinn af svona "projects" frá okursjoppunum Lyfja og Lyf & heilsa.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.8.2020 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.