Ásókn barrtrjáa er íhugunarefni.

Það er íhugunarefni þegar mesti hollvinur skógræktar á Íslandi, Vigdís Finnbogadóttir, biður um að vandleg íhugun sé viðhöfð í skógrækt á Íslandi.  

Víða í Borgarfirði má sjá að lítil íhugun hefur verið í gangi þegar ákveðið var að drekkja til dæmis klettaröðlunum, sem eru ein sérkennilegasta prýði landslagsins í Stafholtstungum og blasa við vegfarendum, eða öllu heldur blöstu við vegfarendum um Hringveginn og voru einstaklega fallegir þegar sól var lágt á lofti á kvöldin. 

Það er vitnað í að "landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru" við landnám, en ekki farið rétt með, því að þetta stendur hvergi, heldur að "landið var viði vaxið milli fjalls og fjöru. 

Hugtakið viður nær víðara en skógur, og táknar bæði skóg, kjarr og jafnvel víði, enda samstofna orð. 

Gott dæmi um íhugunarleysi er að sjá, hvernig barrtrjám var plantað í gíginn á Sandey í Þingvallavatni á sinni tíð. 

Það eru enn til nóg svæði á Íslandi fyrir barrtré án þess að í gangi sé ásókn þeirra að því er virðist skipulagslaust sums staðar.  

 


mbl.is Friðlýsing eða kolefnisbinding?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband