22.8.2020 | 11:11
Mótsögnin að ógn og vandi ýta oft undir framfarir. Vörn snúið í sókn.
Það er þekkt fyrirbæri hver mjög tækni eflist á stríðstímum, þótt stríð sé í sjálfu sér neikvætt fyrirbæri. Það stafar af því neyðarástsnd stríðs og hernaðar eflir vilja til að leysa vandann og vinna bug á ógninni og það skilar sér oft í framförum, sem ná langt út fyrir hernaðinn sjálfa
Í báðum heimsstyrjöldunum urðu stórstígar framfarir í flugi, sem skiluðu sér eftir stríð í friðsamlegu farþegaflugi og flutningaflugi.
Svipað gerist á mörgum öðrum sviðum. Sjúkdómar hafa verið bölvaldar mannkynsins frá örófi alda, og því afar neikvæðir í sjálfu sér.
En baráttan við þá hefur skilað framförum út fyrir innra svið einstakra sjúkdóma og fötlunar.
Í heimi íþróttanna hefur oft sannast, að mesti meistarinn er ekki sá, sem á lengsta sigurgöngu á hverjum tíma, heldur ræður úrslitum, hvernig unnið er úr ösigrum þegar vörn er snúið í sókn.
Við erum á bólakafi í þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.