29.8.2020 | 18:20
Þegar hraði og þægindi eru peningar, miklir peningar, og töf þýðir tap, mikið tap.
Hraði er uppspretta mikilla fjármuna, hvar sem litið er í nútíma þjóðfélagi. Tafir þýða tap og jafnvel algert hrun.
Stundum virðist eins og að hraðaaukning skili sér best á vissu bili, eins og þegar Fokker skrúfuþotur styttu flugið milli Reykjavíkur og Akureyrar úr 70 mínútum niður í 45 mínútur.
Tæpum áratug fyrr hafði ferðatíminn milli þessara tveggja staða styst um 20 mínútur þegar hægt var að lenda á nýjum Akureyrarflugvelli í stað flugvallar á Melgerðismelum, en áhrifin ekki eins geysimikil og 1964.
Eftir á að hyggja, var sagt, að ef menn hefðu vitað fyrirfram, hve farþegum fjölgaði stórkostlega með hinum hraðskreiðu vélum, búnum jafnþrýstibúnaði, hefðu þær verið keyptar fyrr
Annað dæmi er sú töf, sem verður á ferðum rafbíla vegna þess tíma, sem fer í að hlaða rafhlöðurnar.
Nú hillir undir byltingu í gerð rafhjóla og lítilla rafbíla með útskiptanlegum rafhlöðum, sem tekur aðeins nokkrr sekúndur að skipta um á sérbúnum skiptistöðum í stað þess að eyða til þess dýrmætum tíma, jafnvel með því að bíða þar að auki í biðröð eftir því að komast að.
Fyrstu bílarnir í sögunni voru hægfara sömuleiðis fyrstu flugvélarnar. Framfarir, einkum í hreyflasmíði, breyttu þessu.
Nú er það ákall uppi, vegna gríðrlegra tafa í umferð flugfarþega um flugstöðvar heimsins, að þessar tafir og óþægindi verði kveðnar niður með nýrri tækni.
Í upphafi hins löturhæga flugs Wright-bræðra og annarra frumkvöðla, óraði engan fyrir þeim ógnar hraðaframförum, sem framundan væru.
Núna eru menn á byrjunarreit varðandi greiningu á smiti á drepsóttum, og það eru svo gríðarlegir fjármunir í húfi, að það getur varla verið spurning, að fundnar verði leiðir til að auka hraða og öryggi skimana stórlega.
Skila niðurstöðum um smit á 20 sekúndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.