29.8.2020 | 22:55
Enginn einn orkugjafi getur mettað óseðjandi orkufíkn jarðarbúa.
Í öllum þeim mörgu athugunum á möguleikum mismunandi orkugjafa til að að metta sívaxandi og óseðjandi orkufíkn jarðarbúa hefur niðurstaðan verið sú, að enginn einn þeirra geti einn og sér leyst þann mikla vanda.
Um miðja síðustu öld var ríkjandi mikil bjartsýni varðandi það að hægt yrði að láta kjarnorkuna eina leysa vandann, og olli þessi glæsta framtíðarsýn meðal annars því, að á sjötta áratugnum var það ein af helstu röksemdunum fyrir því að Íslendingar flýttu sér að virkja vatns- og jarðvarmaorku landsins áður en kjarnorkan gerði þá orkugjafa ósammkeppnishæfa.
Í öllum draumum kjarnorkuunnenda var skautað frá hjá þeirri staðreynd, að hún er ekki endurnýjanlegur orkugjafi til lengdar vegna þess að birgðir uranium 235 eru takmarkaðar á jörðinni.
Ef kjarnorkan ætti að anna allri þeirri ört vaxandi orkuþörf, sem mannkynið er haldið og koma algerlega í staðinn fyrir jarðefnaeldsneytið, sem allt snýst um á yfirstandandi olíuöld, myndi það þýða slíka margföldun kjarnorkuframleiðslunnar, að hún gerði lítið meira en að endast út þessa öld.
Nefnd hafa verið þóríum kjarnorkuver, sem sýnast hafa marga kosti fram yfir úranium verin, en svo virðist sem aldveg dæmigerður "ókostur" þeirra hamli því að stórveldin snúi sér að þessum kosti: Það er ekki hægt að smíða kjarnorkuvopn á þennan hátt.
Aðrar lausnir eins og að nota jarðargróða til að framleiða etanól eða aðra slíka orkugjafa gætu heldur ekki leyst dæmið einir og sér vegna þess að ekki veitir af þessari ræktun handa sveltandi heimi.
Í allri umræðunni um hina bráðnauðsynlegu orku er yfirleitt sneytt fram hjá því, að það sé í raun galið að nota alltaf ítrustu sókn í orkubruðl og orkusóun sem forsendu í stað þess að snúa sér að uppsprettu vandans: Sívaxandi eftirsókn og eftirspurn eftir orku.
Þetta er kannski svolítið svipað fyrirbæri og þegar öll viðleitnin til að fást við fíkniefnavanda heimsins felst í því að refsa framleiðendunum og herja á þeim, en gleyma því alveg, hvað það er sem knýr hina miklu fíkniefnaframleiðslu og sölu áfram.
En það blasir raunar við; sívaxandi og óseðjandi eftirspurn neytendanna.
Kjarnorkuver í byggingu í 7 Evrópuríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað drífur áfram eftirspurn neytendanna eftir fíkiefnum? Er það ekki ófullnægja þeirra?
Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 23:36
Jú, og við sjáum þetta vel í bílabransanum. Fyrstu ánægðu eigendur japanskra bíla í Bandaríkjunum keyptu bíla, sem voru jafnvel minni en minnstu bílarnir núna og miklu léttari. Honda Civic var á stærð við Toyota Aygo nútímans.
Honda verksmiðjurnar urðu frá upphafi að laga sig að stanslausa eftirspurn eftir aðeins stærri bílum, og nú er Civic bíll af millistærð og óþekkjanlega miklu stærri en þeir fyrstu voru.
Í dag er Volkswagen Golf 500 kílóum þyngri og miklu stærri en fyrstu Golfarnir voru.
Ómar Ragnarsson, 30.8.2020 kl. 00:31
Slóð
Er gaman, að fá reynsluna eins og sagt er frá í sögunni um, Sódóma og Gomora, fall Constantinople árið 29.05 1453, og svo ástandið í dag. Af hverju höfum við ástandið í dag, þó að við höfum aðgang að sköpunaranda móðurinnar, ömmunar, föðurins og afans.
28.3.2020 | 00:05
Í dag er öllu stjórnað aftur á bak, fáir í stjórnsýslunni hugsa áfram, leita nýrra lausna og leiða.
Við höfum áður sagt, að fólkið í mestu vandræðunum, með börnin hálf svöng fór að segja álfa og huldufólks sögur um þá sem bjuggu í berginu.
Auðvitað voru þeir heimar til, þessvegna fannstu þá með innsæinu.
Þeir höfðu allskonar mat, þeir höfðu ljós, þeir höfðu hita og sköpunarandi móðurinar og ömmunar, varð að heiminum okkar í dag.
Börnin lærðu, mótuðust, af þessum hugmyndum.
Nú væri sagt að börnin væru forrituð með góðu uppbyggilegu forriti, appi segir nútíminn.
En ætlarðu að henda öllu þessu sköpunarverki móðurinnar, ömmunar, föðurins og afans.
Er gaman, að fá reynsluna eins og sagt er frá í sögunni um, Sódóma og Gomora, fall Constantinople árið 29.05 1453, og svo ástandið í dag.
Af hverju höfum við ástandið í dag, þó að við höfum aðgang að sköpunar anda móðurinnar, ömmunar, föðurins og afans.
Engin, mjög fáir fara eftir ráðum Einstein, Nikola Tesla, Emanuel Swedenborg eða Jesú.
Þeir sögðu:
Greind á enga möguleika þegar uppfinningar eru annars vegar.
Hugurinn þarf að taka undir sig stökk
– maður getur kallað það innsæi eða eitthvað annað –
og þá fæst niðurstaða án þess að maður viti hvernig eða hvers vegna. –
Albert Einstein
Uppfinning er ekki afurð rökhugsunar, jafnvel þótt endanleg vara sé bundin við röklega uppbyggingu.
Albert Einstein
Andlegir hæfileikar eru gjöf frá Guði, guðlegri veru,
og ef við einbeitum huga okkar að þeim sannleika
öðlumst við samhljóm við þennan æðri mátt. –
Nikola Tesla
(Við) Vondir, geta aldrei hugsað nýa hugsun, með innsæinu aðeins hugsað það sem aðrir, með innsæi höfðu hugsað áður.
Emanuel Swedenborg
(Vondir hafa ekki innsæi? Ég breytti því í að þegar ég er vondur, þá hef ég ekki insæi en þegar ég er góður, þá hef ég innsæi, til að ég ætti einhverja von. jg)
Veraldarhyggjan veður áfram í sinni heimsku, hún er trúin í dag.
Veraldarhyggjan heldur að hún kenni sannleikann, en skilur ekki að hún er á villigötum.
Egilsstaðir, 30.08.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 30.8.2020 kl. 00:36
Sæll Ómar, er ekki hægt að nýta vatnsföllin betur? Ég hef verið á þeirri skoðun, mér finnst að við ættum að virkja fallvötnin eins og hægt er.
En svo segja sumir spekingar að það komi þjóðinni illa að leggja sæstrengi til útlanda?!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.8.2020 kl. 07:49
Eitt galið orkubruðl hér á Íslandi eru gagnaver sem eru að grafa eftir Bitcoin
og fíknin eftir gróða heldur nokkrum slíkum gangandi á Íslandi
Grímur Kjartansson, 30.8.2020 kl. 09:27
Ómar þú nefndir Þóríum. þar er lausnin og eru Indverjar og Kínverjar ekki komnir á fullt að reisa Þóríum orkuver.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.8.2020 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.