31.8.2020 | 20:51
Er flughermir Icelandair dýrmætasta eign flugfélagsins?
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um þann vanda, sem Boeing verksmiðjurnar og flugfélögin, sem keyptu þær vélar, glíma við.
Atburðarásin síðan vélarnar voru kyrrsettar er athyglisverð og boðar ekki gott, því að allt frá byrjun, hefur hver fresturinn á einstökum atriðum lausnar vandans rekið annan, og er sumt af því kunnuglegt frá því í Boeing 787 Dreamliner baslinu á sínum tíma.
Listi einstakra aðgerða og áfanga við að leysa Max-vandann er óralangur, og kemur þar margt til, sem ókunnugir átta sig ekki á, svosem sú mikla töf sem kyrrstaða 787 nýrra Max þotna; 387, sem þegar voru komnar í notkun og 400, sem voru framleiddar eftir að flotinn var kyrrsettur.
Farþegaþotur eru flókin samgöngutæki, sem eru hönnuð til að vera sífellt í notkun en ekki að standa mánuðum eða jafnvel árum saman kyrrar.
Aðalástæða Max-vandans var upphaflega sú einbeitta stefna Boeing að ekki þyrfti að kosta til dýrrar auka þjálfunar flugmanna vegna MCAS-búnaðarins, og jafnvel að sleppa við hann að mestu.
Sífelldar seinkanir á gangi endurræsingar þotnanna stafa meðal annars af því, að verksmiðjan þráast sem mest hún má til að ná upphaflega markmiðinu.
Einn hluti vandans, sem verður þrautin þyngri að leysa, er fyrirsjáanleg notkun á flughermi fyrir þoturnar. Flughermar eru rándýr tæki og merkilega fá flugfélög fóru út í það að kaupa sér slíka, heldur trúðu því að þeirra væri lítil eða engin þörf til að hægt væri að fljúga með hinn "fullkomna" galdra tölvubúnað um borð.
Er ljóst að miklar tafir eiga um síðir eftir að verða við að þjálfa flugmenn, sem er og verður aðal verkefnið og að þau flugfélög, sem eiga herma, eiga eftir að mala gull með þeim.
Eitt af hinum fáu flugfélögum, sem nefnt er sem eigandi slíks hermis í erlendum umfjöllunum, er Icelandair.
Það gæti verið skýringin á því, að þegar síðuhafi ákvað að láta slag standa og nota flugmiða með Boeing 737 Max í síðasta farþegaflugi hennar, fékk hann þær upplýsingar frá yfirflugstjóranum, að flugstjórar Icelandair væru svo vel þjálfaðir í notkun MCAS, að ekkert væri að óttast.
Ekki er víst að aðalatriðinu í öllum viðskiptum verði samt fullnægt þegar og ef MAX þoturnar fá að fljúga á ný.
Þetta grundvallaratriði snýr að því að eftirspurn verði eftir því að fljúga með þeim.
Skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir nefnilega að 70 prósent aðspurðra, segjast aldrei munu vilja fljúga með þessum vélum.
Ríkisábyrgð veiti óverðskuldað framhaldslíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri ekki réttast að stöðva bröltið í Play og gera allt sem við getum til að styrkja Icelandair. Ísland er örsamfélag, rétt á mörkunum með að geta rekið eitt flugfélag í millilandsflugi. WOW vitleysan fór á hausinn með stæl, "don't Play it again."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.8.2020 kl. 22:24
ef ég væri spurður, þá myndi ég hafa viljað skila öllum 737max flugvélunum, og kæra Boeing fyrir skaðabætur. það nægir að nota tegundir, sem hafa sannað á sig örygi og áreiðanleika, með fjölda flugstunda í gegnum árinn.
(ég veit, ég veit, ...allt kostar sitt, en hið sífelda raus um að hagræða og spara kosnað og umvherfisáhrif, kremja saman sætisraðirnar, heimta aukagjald fyrir farangur eða morgunnmat, -þetta er allt orðið svolítið gamaldags.
eins og að ganga limbo, how lo can you go, það eru takmörk fyrir því að geta verið ódýrt. stitta horn A, þinna út plötu B, o.s.f.: áður en mann veit að, er buið að brjóta bakið með stressinu.
prófið að endurskipulegja með í fyrsta ágnæð farþega, seinna kosnað. Ekki öfugt. Eingin getur framar selt mér flugmiða með 737max, ekki einusinni gefins, sama vhað það kostar.
fyrrum luxari (IP-tala skráð) 1.9.2020 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.