Kína í GAGA; Gagnkvæm Altryggð Gereyðing ALLRA!

Tilvist lögmáls Murphys varðandi það, að ef eitthvað geti farið úrskeiðis, muni það gerast fyrr eða síðar þýðir einfaldlega, að lúmskasta ógnin við tilvist mannkynsins er í raun sú langhættulegasta.  

Það er svokallað ógnarjafnvægi risaveldanna tveggja, sem enn er við lýði í fáránlegum birgðum Rússlands og Bandaríkjanna af kjarnavopnum, og var eina fundarefni Reagans og Gorbatjovs í Reykjavík 1986. 

Í kjölfarið fylgdu afvopnunarsamningar, sem minnkuðu ógnina aðeins, en voru fjarri því að fjarlægja hana. 

Eitt af fyrstu verkum Donalds Trumps þegar hann komst til valda var að byrja á því að segja þessum samningum upp "to make America great again."  

En það er aðeins smáatriði miðað við það ef Kína ætlar sér að verða þriðja kjarnorkurisaveldið og gera ógnarjafnvægið, sem gengið hefur undir heitinu MAD, skammstöfun fyrir Mutual Assured Destruction; - á íslensku GAGA, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing allra enn geðveikislegra en nokkru sinni fyrr, og var þó vart á það bætandi.  

Með því að Kína gangi nú í það með oddi og egg að taka þátt í þessu brjálæðislega kapphlaupi verður óhætt að skrifa síðasta orðið í GAGA með stórum stöfum: "...Gereyðing ALLRA."

Eins og oft á við um tryllingsleg fyrirbæri, eru rökin fyrir tilvist GAGA svo mótsagnakennd, að engu tali tekur, og ekki batnar það þegar aðilar þess verða fleiri en tveir. 

1. Hver aðili um sig verður "til öryggis" að eiga svo miklar birgðir, að það nægi til að drepa hinar þjóðirnar mörgum sinnum. 

2. Hótunin um gereyðingu er í orði kveðnu sögð nauðsynleg til að tryggja jafnvægi, sem stuðli að þjóðaröryggi hvers þess aðila, sem er kominn í ofurklúbbinn.  Hótunin valdi þvi að enginn muni þora að beita kjarnorkuvopnum. 

3. En til þess að hótunin virki, verða málsaðilar samt að sýna það, að þeir muni óhikað beita vopnunum ef þeir telji öryggi sínu ógnað. Þeim verði að vera treystandi til þess að drepa allt líf á jörðinni ef stríð brýst út.   

Háðfuglinn Tom Lehler söng dásamlegt lag um það þegar stefnt var að því á sjötta áratug síðustu aldar að stofna sameiginlegan kjarnorkuherafla NATO, MLF, Multi Lateral Force, sem sæi um það að taka í gikkinn sem hleypti öllu af stað. Hér eru nokkrar tilvitnanir í ljóðið, sem Lehrer nefndi MLF Lullaby: 

 

 

"...One of the fingers on the button will be German..." 

 

"Once all the Germans were warlike and mean, 

but that will not happen again. 

We tought them a lesson in nineteen eighteen, 

and they´ve hardly bothered us since then.

 

So sleep well my darling, the Sandman can linger, 

we know our buddies won´t give us the finger. 

Heil! eh hail the Wermact! eh, I mean the Bundeswear! 

Heil to our loyal ally!

 

M L F will scare Breznef, 

I hope that he is half as scared as I." 

 

 


mbl.is Stefna á að tvöfalda kjarnaoddaforðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband