Í COVID-19 faraldrinum hafa ráðamenn margra þjóða staðið frammi fyrir því, að vegna sérstöðu risafyrirtækja hefur verið talið óhjákvæmilegt að bjarga þeim frá gjaldþroti, þegar mikil kreppa hefur riðið yfir og ógnað öllu efnahagslífinu.
Þetta hefur oftast verið gert með því að taka viðkomandi stórfyrirtæki fram yfir mörg smærri, og því orðið mjög umdeilanlegt.
Eftir Hrunið 2008 var úr vöndu að ráða, og þá voru teknar margar mjög umdeilanlegar ákvarðanir, þar sem stjórnendur og eigendur lítilla fyrirtækja, sem höfðu forðast djarfar fjárfestingar, höfðu á orði, að engu væri líkara en að þeim væri hyglað, sem hefðu farið glannalegast, en hinum refsað, sem hefðu sýnt aðhaldssemi og yfirvegun.
Með þessu væri samkeppnisaðstaðan á markaðnum skekkt illilega.
Í Bandaríkjunum voru bílasmiðjurnar misvel illa stæðar 2008, en stærsta fyrirtækið, General Motors, einna verst og stefndi í gjaldþrot.
Þá varð ofan á að forða þessum risa frá gjaldþroti á gamalkunnri forsendu: "Það er sem gott fyrir GM er gott fyrir Bandaríkin."
Og margir voru ósáttir við þetta og gagnrýndu það fyrir, að með því myndi samkeppnisaðstaðan skekkjast af völdum stjórnvalda, sem segðust í orði kveðnu berjast fyrir jöfnuði og frelsi í fjármálum.
Nú stendur svolítið svipað á í íslensku flugi hvað varðar Icelandair, og eins og jafnan, þegar verið er að fást við vanda af þessu tagi, er niðurstaðan umdeilanleg.
En hún lyktar af bandaríska málshættinum: "Það sem gott fyrir GM er gott fyrir Bandaríkin."
Samkeppnisstaðan mun skekkjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.