Blucher, fífldirfska með afdrifaríkum afleiðingum.

Í sjóherjasamningum Þjóðverja og Breta á fjórða áratugnum, voru stór beitiskip helsta leið Þjóðverja til þess að vinna upp þær takmarkanir, sem þeir urðu að sætta sig við í uppbyggingu þýska flotans. 

Meðal skipa í þessum klassa í byrjun stríðs voru Admiral Sheer, Admiral Hipper, Blucher og systurskipin sem fylgdust svo mikð að í stríðinu, Sharnhorst og Gneisenau.  

Þjóðverjar reyndu eftir getu að hafa skipin sem stærst, þannig að þau væru í raun orrustubeitiskip, en þó gátu þeir ekki komist fram hjá því að hafa fallbyssurnar miklu minni en á orrustuskipunum Bismarck og Tirpitz, sem höfðu 15 tommu byssur, en þýsku orrustubeitiskipin aðeins 11 tommu og 8 tommu fallbyssur.   

Til þess að ná Osló á sitt vald í sem öflugasta áhlaupi, sendu Þjóðverjar Blucher inn Oslófjörð, þar sem sigla þurfti í gegnum þröng sund, sem gamla virkið Oscarsborg stóð við. 

Þetta var fífldjörf áætlun, því að enda þótt Blucher væri búið fallbyssum, kom í ljós, þegar á hólminn kom, að byssurnar í virkinu voru með skipið í dauðafæri þegar það fór í gegn. 

Byssurnar voru að vísu nær aldar gamlar, og kaldhæðni örlaganna, að þær voru keyptar hjá þáverandi grunnríki Þýskalands, Prússlandi. 

Áætlun Þjóðverja, sem bar heitið Weserubung Nord, brást gersamlega á þessum stað. 

Norðmennirnir létu skotin vaða áður en Blucher kæmist í gegn og sökkti skipinu með miklu manntjóni. 

Fyrir bragðið tafðist taka Oslóar, þótt fallhlífarherminn tækju Fornebu-flugvöllinn, norska ríkisstjórnin gat komist undan á flótta og haldið formlega áfram stríðinu við Þýskaland, þótt hún yrði að flýja til Bretlands og verða útlagastjórn. 

Samkvæmt alþjóðalögum skipti þetta miklu máli, því að þetta formlega stríðsástand var meira að segja tekið fyrir við stríðsglæparéttarhöldin í Nurnberg eftir stríðið, en í Danmörku höfðu Þjóðverjar náð koningi og konungshöllinni á sitt vald nær mótspyrnulaust. 

Þýski flotinn átti erfitt eftir herleiðangra í sambandi við hernám Noregs. 

Þegar innrásaráætlun var gerð fyrir Ísland vorið 1940, var gert ráð fyrir því að fjögur stórskip, beitiskipin Sharnhorst og Gneisenau, yrðu notuð í þeim leiðangri ásamt farþegaskipunum Emden og Europa, alls 7000 manna lið, en haustið 1940 voru Bretar aðeins með 3000 manna lið á Íslandi. 

Hvorugt skipið var tiltækt og líklega hefðu Admiral herskipin tvö, Sheer og Hipper verið notuð.  

 


mbl.is Þýska beitiskipið Karlsruhe fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband