SEAT Minimo, 2ja sæta byltingarkenndur rafbíll með útskiptanlegum rafhlöðum.

Volkswagen verksmiðjurnar ætla sér að gera skurk í því að breyta eðli bílasamgangna í stórborgum með því að setja á markaðinn nýjan örbíl, sem heitir SEAT Minimo, og á að stuðla að lausn hins mikla umferðarvanda, sem er í borgum heimsins. Minimo.

SEAT bílaverksmiðjurnar á Spáni eru í eigu VW, og ætlunin er að í Barcelona verði miðstöð þess hluta bílaumferðar í borgum, þar sem 2ja manna rafbílar verði framleiddir með útskiptanlegum raflöðum. 

Bíllinn verður svipaður Renault Twizy á þann hátt, að bílstjórinn situr einn frammií, en einn farþegi getur setið aftan við hann líkt og gerist á vélhjólum. 

Kostur bílsins er léttleiki, aðeins um 550 kíló á þyngd, en fyrst og fremst það, hvað hann tekur lítið rými.  

Hægt verður að leggja þremur þversum í stæði, sem annars tekur aðeins einn bíl, drægnin á að verða um 100 kílómetrar og hraðinn 90 km/klst. 

Í Barcelona er ætlunin að verði sérstök 5G miðstöð og er þegar búið að ráða þangað 100 sérfræðinga.   

Minimo hefur það fram yfir Renault Twisy, að vera miklu straumlínulagaðri, en það gefur aukinn hraða og meiri sparneytni. 

En stóri kosturinn er að geta skipt um rafhlöður og opna þannig möguleika fyrir skiptistöðvar, þar sem tómar rafhlöður eru lagðar inn en hlaðnar settar í í staðinn.  


mbl.is Svalur ódýr örbíll frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband