Landbrú hér; Loftbrú þar.

Hingað til hefur verið talið sjálfsagt að íbúar í þéttbýli fái beinan eða óbeinan fjárhagsstuðning í gegnum almenningsfarartæki til þess að komast leiðar sinnar. 

Vel mætti hugsa sér að kalla þessi farartæki í heild Landbrú, því að nær eingöngu er um landfarartæki að ræða.  

Hjá íbúum fjarri þéttbýlinu er líka veittur slíkur stuðningur, bæði með landfarartækjum og skipum, en munurinn er sá, að vegna langra vegalengda hjá stórum hluta landsmanna, eru farartækin flugvélar. 

Þess vegna ætti það ekki að vera óeðlilegt að líta svipuðum augum á samgöngur í öllu landinu hvað varðar beinan stuðning við alla þá, sem greiða fargjöld, hvort sem farartækin eru á landi, sjó, eða í lofti. 


mbl.is Sex hundruð milljóna Loftbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Flug gekk betur fyrir kolefnisgjald.

Flug gekk betur fyrir Isavia OHF.

Flug þarf ekki stuðning, það þarf bara að losna við vampýru-tennur ríkisins úr hálsinum.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.9.2020 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband