Leitun að hentugra landi en Íslandi til orkuskipta.

Rafvæðing samgönguflotans í flestum löndum byggist að mestu á því, að rafhreyfillinn nýtur meira en 80 prósent af orku rafmagnsins, sem notað er, en eldsneytishreyfill hins vegar ekki nema um 30 prósent. 

Í mörgum löndum er meirihluti orkunnar framleiddur með brennslu jarðefnaeldsneytis, en þrátt fyrir það er heildarávinningurinn af því að knýja samgöngutækin með rafhreyflum geysimikill. 

Ísland hefur algera sérstöðu hvað það snertir, að hægt er að komast af án jarðefnaeldsneytis í öllum samgöngum á landi og líklega að stórum hluta líka á sjó. 

Rétt eins og að við höfum verið i fararbroddi í að losna við jarðefnaeldsneyti úr upphitun húsa, ættum við að geta gert það sama varðandi bílaflotann. 

Þess vegna er það alveg stórmerkilegt hvað margir hamast gegn orkuskiptunum í samgöngunum, sem á sínum tíma sáu hagræðið í sams konar orkuskiptum í húsahitun. 

Fróðlegt var að sjá í frétt á einum fjölmiðlinum í fyrradag útreikning á því, hvað ein heitavatnsborhola við Bolholt í Reýkjavík er búin að spara marga tugi milljarða króna af gjaldeyri og orkukostnaði í þá rúmu hálfa öld, sem hún hefur verið notuð.  


mbl.is Orkuskipti í samgöngum forsendan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hversu margir hamast gegn orkuskiptum í samgöngum. Hins vegar veit ég um mjög marga sem hafa harða afstöðu þannig, að finnast rafbílar alveg stórkostlega spennandi en geymslumillinn, batteríið, algerlega afleitt fyrirbæri fyrir margra hluta sakir, mikil mengun við kóbaltnámur (umhverfismengun), barnaþrælkun við kóbaltnámur í Kongó (mannúðarmál), óþekkt ennþá hvernig hægt er að farga eða endurnýta batteríin (umhverfismál. Drægnin var líka fælingamáttur, hún fer þó batnandi, en þó á kostnað hraðara kóbaltnáms þar sem aukin drægni byggir á stærri batteríum. Þyngri batteríum og þar af leiðandi þyngri bílum og meira slits á vegum þar af leiðandi. Því veit ég að núverandi "andstæðingar" rafbílsins munu stökkva á vagninn þegar gæfulegri orkuberi dúkkar upp.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband