Velta sem mestu yfir á lífreyrisþega framtíðarinnar?

Lífeyrissjóðir heita sínu nafni, af því að þeim er ætlað að tryggja, að eftir starfslok vegna aldurs geti lífeyrisþegar haldið launum til að framfleyta sér. 

Tillögu um það, að annar aðilinn að kerfinu, atvinnurekendur, fái afslátt af framlagi sínu og minnki það stórlega, er hægt að vefja inn í alls konar umbúðir, en útkoman hlýtur alltaf að verða lægri lífeyrir á endanum, í framtíðinni. 

Lífeyrissjóðir hafa aðeins einn tilgang og eina skyldu: Að tryggja öllum lífeyrisþegum mannsæmandi lífeyri. Á það vantar enn stórlega hjá stórum hluta lífeyrisþega, og það virðast allar klær úti, bæði hjá stjórnmálamönnum og öðrum, til að kroppa sem mest af lífeyrinum, árum saman og ólöglega í þokkabót. 

Það er ekki mikill mannsbragur á því. Og sú spurning vaknar, hverjir það séu í raun og veru, sem viti þá ekki hvað er rétt og hvað er rangt.


mbl.is „Vita ekki lengur hvað er rétt og rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í rauninni er verið að tala um að þeir sem enn hafa vinnu taki á sig kostnaðinn við að skapa störf fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Ef laun á vinnumarkaði réðust af framboði og eftirspurn til skamms tíma myndi þetta gerast af sjálfu sér, laun myndu þá lækka og störfum fjölga tiltölulega hratt. 

Í sjálfu sér er hugmyndin ekki endilega vitlaus sem skammtímaúrræði til að forða atvinnuleysi. En þegar nánar er að gáð er samt engin trygging fyrir því að hún myndi leiða til fjölgunar starfa. Ef eftirspurnin er hrunin, eins og til dæmis í ferðaþjónustu, hafa fyrirtækin ekkert endilega neitt að gera með að ráða til sín fleira fólk. Lækkun viðbótarframlagsins myndi því bara spara fyrirtækinu einhverja peninga, og það getur vel verið að ekki sé vanþörf á því, en alls ekki endilega leiða til fleiri starfa. 

Ég held því að hugmyndin sé ekki endilega neitt góð. Það er þó vissulega virðingarvert að leggja fram tillögur að lausnum og kalla eftir umræðu um þær. Á endanum er það samt svo, að áður en farið er að leggja fram lausnir þarf fyrst að átta sig á því hver rót vandamálsins er. Í þessu tilfelli er hún vangeta til að átta sig á heildarmynd hlutanna.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2020 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband