Hermt er að Rómverjar hafi fyrstir áttað sig á mikilvægi þess, að húsakynni mættu ekki vera of breið. Margar erlendar stórbyggingar, bæði frá fyrri öldum og síðari öldum, eru meö álmum, sem eru langar og mjóar.
Í slíkum byggingum þarf ekki endilega að hafa stór og flókin loftræstikerfi til þess að tryggja endurnýjun lofts.
Eitt þekktasta dæmið frá síðari tímum er Pentagon, bygging bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington.
Þessi mikla bygging er byggð upp sem fjórar langar og mjóar álmur, sem liggja í fimmhyrndum hring utan um hverja aðra, en á milli er utanhússrými.
Þetta var gert til þess að tryggja, að sem minnst þörf væri fyrir sérstaka afldrifna loftræstingu.
Dæmi um íslenskt hús, þar sem þessi forna regla er víðsfjarri, er Útvarpshúsið.
Það hús sýnist neðan frá götunni vera fjórar hæðir, en ekki er allt með felldu.
Þriðju hæðina vantar að mestu, en sú vöntun sést ekki neðan frá, og fyrir neðan 1. hæð, sem er nokkurs konar jarðhæð eða kjallari, er auka kjallari sem var nauðsynlegur fyrir hið óhemju mikla loftræstikerfi, sem þarf til að dæla lofti um alla þessa víðfeðmu byggingu.
Húsið er því sex hæðir en akki fjórar eins og sýnist á meðfylgjandi mynd.
Slík kerfi eru oft söfnunarrými fyrir ryk og bakteríur sjúkdóma, svo sem hermannaveiki, dýr í rekstri og jafnvel bilanagjörn.
Um það efni á við spakmæli Henry Ford: "Það sem er ekki í bílnum bilar aldrei."
Léleg loftræsting sökudólgurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Álmurnar eru reyndar fimm, Ómar
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.9.2020 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.