12.9.2020 | 07:50
Áratuga vanmat á góðu svæði.
Áratugum saman hefur það verið eins konar trúarsetning að þungamiðja samgangna, atvinnu og byggðar á höfuðborgarsvæðinu sé ævinlega hin sama og hún var 1940 með nafla alheimsins nokkurn veginn þar sem Hljómskálagarðurinn er.
Þessari trúarsetningu halda enn nokkrir duglegir greinahöfundar, sem fullyrða, að ef aldrei hefði verið gerður flugvöllur þar sem hann hefur verið, hefði byggð aldrei myndast utan Elliðaáa.
Ekki þarf annað en að líta á íbúatölur í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að sjá, að það hefði verið fjarri lagi að þeir 130 þúsund íbúar, sem nú búa austan og sunnan Elliðaáa, hefðu komist fyrir í Vatnsmýri.
Sömuleiðis blasir við á kortum hvernig þungamiðja höfuðborgarsvæðisins hefur færst frá Hljómskálagarðinu austur undir Elliðaár.
Af þeim sökum liggur það fyrir, að svæðið Ártúnshöfði-Mjódd-Skemmuhverfi-Smárinn er nálægt þessari miðju, og Keldnalandið því álíka langt frá miðjunni og Vatnsmýrin er.
Nýlega viðurkenndi borgarstjóri þó í ræðu í tilefni endurskipulagningar Ártúnshöfðasvæðisins að það væri dýrmætt vegna miðlægrar legu sinnar.
Þegar litið er á fyrirhugaða legu Borgarlínu sést vel, hvers vegna svo er.
Og þar með gegnir það æ meiri furðu hve lengi áratuga vanmat Keldnasvæðisins þar rétt austan við hefur valdið því að þar er stór eyða í byggðinni á höfuðborgarsvæðinu.
Gat upp á 4.000 íbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Keldnasvæðið er eina svæðið sem getur tekið við alvöru þjóðarsjúkrahúsi. Staðsetningin getur vart verið betri útfrá umferðaleiðum, bæði innan borgarinnar og tengingu hennar við landsbyggðina. Að fórna þessu svæði undir íbúðabyggð eða fyrirtæki væri stór mistök.
Það kemur að því að augu fólks vakna og það áttar sig á þeim mistökum sem nú eru í gangi við Hringbrautina.
Þá á flugvöllurinn í Vatnsmýri að halda sér og hann á að efla sem alvöru varaflugvöll fyrir millilandaflug
Gunnar Heiðarsson, 12.9.2020 kl. 08:44
Á íslenska ríkið ekki þetta landsvæði í Keldnaholtinu
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.9.2020 kl. 09:46
117 hektarar sem ríkið átti leggst sem 15 milljarðar hlutafé í borgarlinu verkefnið,
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.9.2020 kl. 10:00
Það er fyrst nuna s4em 9borgin getur fatið að nýta þetta land
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.9.2020 kl. 10:01
Sjá menn ekki kyrrðina og fegurðina og náttúruna á Hljómskálasvæðinu þó hún hafi verið skemmd varanlega með NýjuPólunum á neyðarbrautinni? Flugvöllurin leggur margt til fegurðarinnar í Kvosinni bara með nærveru sinni.
Halldór Jónsson, 12.9.2020 kl. 11:16
Allar götur frá því er ég fór í sérstakar kynnisferðir til að skoða sjúkrahúsin í Osló og Þrándheimi, hið fyrra gert frá grunni og módel fyrir alla Evrópu, og hið síðara kallað "víti til varnaðar", gert með bútasaumi eins og hjá okkur, hefur það blasað við mér að Keldnalandið er besta landið fyrir aðal sjúkrahús landsins, núverandi flugvallarstæði það besta fyrir höfuðborgarsvæðið og Sundahöfn með öllu því rými, sem hún tekur, besta hafnarsvæðið.
Sundahöfn, Keldur og Vatnsmýri-Skildinganesmelar eru öll álíka langt frá þungamiðjunni við mynni Elliðaárdals.
Ómar Ragnarsson, 12.9.2020 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.