Minnir á gamla tíma í öðrum lýðræðisríkjum.

Sú var tíðin hér á landi, að alls konar undanþágur voru frá því að kosningarétturinn, undirstaða þeirrar meginreglu lýðræðisins að allt vald kæmi frá þjóðinni, væri almennur. 

Fátækt fólk og vinnuhjú höfðu hvorki kosningarétt né kjörgengi, og á okkar tímum finnst flestum, að þetta hafi verið stór galli á skipan þessara mála. 

Gott dæmi í Reykjavík voru Pólarnir svonefndu, lélegar byggingar við Nauthólsveg, þar sem margt fátækasta fólkið í Reykjavík bjó. 

Það var ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar að þessu misrétti var aflétt, og þá voru ekki mörg ár síðan konur fengu kosningarétt. 

Afleiðingar misréttis af þessu tagi eru þær, að kosningaþátttaka þeirra, sem komir eru á kosningaaldur, er lág. 

Merkilegt er, að í Bandaríkjunum, höfuðvígi vestræns lýðræðis, er kosningaþátttakan takmörkuð á marga lund, sem kemur Evrópubúum á óvart og virkar eins og að draugar gamals misréttis fái að leika lausum hala. 

Það kemur fram í því að aðeins um helmingur þeirra, sem eru á kosningaaldri, kjósa forseta og þingmenn. 

Það er ansi langt gengið að fyrrverandi fangar, sem afplánað hafa sektardóm að lögum, skuli ekki njóta þeirra sjálfsögðu og nauðsynlegu réttinda að fá að kjósa.   


mbl.is Þurfa að greiða Flórídaríki til að mega kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband