14.9.2020 | 18:02
Líkurnar á lífi á öðrum hnöttum óendanlega miklar?
Fréttin um að mögulega sé lífverur að finna á Venusi og þar með líkindi fyrir miklu lífi þar fyrir milljörðum ára er ekkert annað en stórfrétt, ef rétt er.
Í huga kemur hluti af ljóði, sem ber heitið "Er það? Eða hvað?" og undirtitilinn "Vangaveltur í óendanleikanum."
"Ekkert er ekki til; það er alltaf eitthvað
eða sitthvað.
Allt er ekki allt; það er alltaf meira
eða fleira....
...Alheimurinn endar hvergi,
með engin takmörk
né stað.
Hann sjálfur er staðurinn,
þar sem allt er,
allir staðir;
og allt á sér stað,
eða hvað?
Samkvæmt þessari hugsun, eru ekki aðeins miklir möguleikar á því að líf sé til á öðrum hnöttum, heldur óendanlega miklir möguleikar.
Það er heillandi tilhugsun.
Vísbendingar um líf á Venusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skoðaðu t.d. þessa síðu frá upphafi:
https://www.vetrarbrautin.com/?fbclid=IwAR2Z__ma5B2OhNh0vx0SmId33jP3zphR2wWQPTMX-qE2Z-dZffsNXwiDsNo
Jón Þórhallsson, 14.9.2020 kl. 19:05
Þó svo að það sé ekkert líf á Venus vegna hita að þá er það algengt í geimnum að fólk búi í risa móðurskipum alla sína ævi
og þau halda til í geimnum nærri sínum plánetum:
https://www.youtube.com/watch?time_continue=3&v=ya5VaSS_Ne4&feature=emb_logo
-------------------------------------------------------------------------------
https://www.youtube.com/watch?time_continue=1&v=2HcwTste-tM&feature=emb_logo
Jón Þórhallsson, 14.9.2020 kl. 19:16
Krafan um að SANNA loftslagsbreytingar af mannavöldum segir allt sem segja þarf
um þá vísindalegu nálgun sem skylt er að virða.
Þessa sönnunarkröfu seta venjulega fram þeir sömu og neituðu því af hvað mestri
einurð að nokkur hlýnun væri - eða hefði orðið.
Hlýnun er mælanleg og hefur auk þess áhrif sem næstum allir þekkja.
Bráðnun sífrera orsakast ekki af kólnun sjávar eða andrúmslofts.
Og þegar hirðigjasamfélög á norðurhveli bindast félagasamtökum til að sameinast
í baráttunni við að treysta búsetu er vandinn orðinn raunverulegur.
Og þegar hér eru látin falla orð og ályktanir sem túlka mætti á þá lund að formaður þeirra samtaka;
íslenski hreindýrabóndinn á Grænlandi; Stefán Magnússon sé orðinn ginningarfífl einhverra falsspámanna, er full langt gengið.
Árni Gunnarsson, 14.9.2020 kl. 20:26
Þessi athugasemd lenti af slæmri vangá á röngum stað og biðst ég afsökunar á því.
Hún átti auvitað að birtast á næstu færslu siðuhafa hér að ofan.
Fljótræði mitt samfara háum aldri og sjóndepru er líklega um að kenna.
Árni Gunnarsson, 14.9.2020 kl. 20:32
Svipaðar vísbendingar fundust á Mars fyrir mörgum árum síðan og verða líklega sannaðar fyrst þar svo þetta eru engar stórfréttir.
El lado positivo (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 21:16
Hvað er líf?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 21:53
Örveru og bakteríulíf.
El lado positivo (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 22:32
Það er háþroskað líf á Mars en því er haldið leyndu fyrir almenningi.
Lífið er allt undir svona stórum glerhjúpum sem að kallast "EDEN":
https://www.pinterest.com/pin/775463629560074822/?nic=1
Jón Þórhallsson, 14.9.2020 kl. 22:42
Ég mæli einnig með viðtali við Micheal Salla á mínútu 13:30:
https://www.youtube.com/watch?time_continue=3560&v=J-9rc-2BCZw&feature=emb_logo
Jón Þórhallsson, 14.9.2020 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.