Einhver flugfélög hljóta samt að verða eftir?

Þegar horft er yfir nöfn þeirra flugfélaga, sem nú telja sig þurfa nýja aðstoð, þrátt fyrir að hafa fengið mikla aðstoð áður, sést, að líklega er ekkert flugfélag enn óhult gegn því að lenda í gjaldþroti. 

Ekki einu sinni stærstu flugfélögin sem eru mörg hver fljúgandi flaggskip sinna þjóða. 

Það þýðir þó varla að ekkert flugfélag verði uppistandandi í lokin, því að varla hrynur öll flugstarfsemi heimsins gersamlega til grunna eins og hún leggur sig. 

Einhver flugfélög hljóta að standa uppi í lokin. En hver?  Það er stóra spurningin. 

Fróðlegt og gagnlegt væri, ef einhver góður fjölmiðlamaður færi í það að rannasaka, hve mikið hlutverk hvert hinna stærstu flugfélaga leikur í efnahagslífi viðkomandi lands. 

Þá kæmi í ljós, hvort hagsmunir Íslendinga af rekstri íslensks flugfélags væru minni eða meiri en gengur og gerist hjá öðrum þjóðum. 

Og þá væri kannski betur hægt að átta sig á því, hve langt eigi að ganga í því að bjarga Icelandair.  


mbl.is „Framtíð þúsunda starfsmanna í húfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband