Mannvirki og hlutir, sem á sínum tíma stóđust kröfur, en ekki nú. Burt međ ţau?

Víkingaskipin, sem fluttu landnema Íslands hingađ til lands, voru talin fullgóđ á sínum tíma tl ţeirra nota. Ţau myndu hins vegar ekki standast kröfur Siglingamálastofnunar nú og hefđu ekki gert ţađ ţegar veriđ var ađ sigla ţeim um síđustu aldamót. Ef núverandi kröfur Siglingamálastofnunar hefđu veriđ í gildi fyrir rúmlega 1100 árum, hefđi Ísland ekki veriđ numiđ. Ţađ stóđ í stappi međ endursmíđi víkingaskipa sem siglt var yfir Atlantshaf um síđustu aldamót, af ţví ađ ţau voru ekki talin standast styrkleikakröfur nútímans; skipin voru upphaflega hönnuđ til ţess ađ hafa innbyggđa hreyfingu. Svipađ átti viđ um flekann Kon-tiki hjá Thor Heyerdal, sem ţorđi ekki annađ en ađ styrkja flekann međ auka stögum. Ţegar fariđ var af stađ, kom í ljós, ađ stögin söguđu flekann í sundur og hann liđađist í sundur á haföldunni. Flekinn var ţví látinn fara í upphaflegt form og honum siglt farsćllega yfir Kyrrahaf. 

Burt međ ţessi gömlu og "úreltu" fley?

Fiat 500. R-10803

Fiat 500 árgerđ 1972 og NSU Prinz árgerđ 1958, nú í eigu síđuhafa, stóđust kröfur ţeirra tíma um búnađ og hönnun bíla, en eru fjarri ţví í dag. Engir hliđarspeglar voru eđa éru á Fiatinum af ţví ađ hann var hannađur til ađ smjúga um mjóstu göturnar í Napoli og Róm. Engin öryggisbelti voru eđa eru í ţessum bílum. Ţeir  fengju enga stjörnu í árekstrarprófunum NCAP núna. Á tímabili fengu ţeir ađ vera í umferđ fyrir rúmum áratug, til dćmis í akstri Fornbílaklúbbsins 17. júní og í Gleđigöngunni. 

Burt međ ţá?

Svipađ og enn magnađra mćtti segja um elstu bílana í íslenska bílaflotanum, sem eru á ferli á tyllidögum.  NSU Prinz og Fiat 500´72

Burt međ ţá og gamla forsetabílinn? 

Nú kemur í ljós, ađ fyrsta húsiđ, sem hannađ var sérstaklega og byggt fyrir tćkjarekstrar útvarps á Íslandi 1929-1930 og stóđst allar kröfur ţá, gerir ţađ ekki í dag. 

Burt međ ţađ?

Á lóđ Menntaskólans í Reykjavík stendur lítiđ hús, fyrsta húsiđ á Íslandi, sem hannađ var og byggt sem íţróttahús. 

Ţađ var gefiđ byggingarleyfi fyrir ţví á sínum tíma, en í dag er ţađ víđsfjarri ţví ađ standast kröfur nútímans. Ţađ er til dćmis svo lítiđ, ađ ţađ er langt frá ţví ađ hćgt sé ađ koma fyrir heilum vítateigum fyrir í ţví, heldur enda ţeir úti í hliđarveggjum. Á tímabili voru uppi áform um ađ umturna ţví ađ innanverđu.

Burt međ ţađ? 

 

 


mbl.is Lýsa áhyggjum af framtíđ Útvarpshússins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband