17.9.2020 | 09:07
Nýr kafli, líkur því þegar slegist er um að komast í björgunarbáta.
Nú má sjá aðdraganda þess, að nýr kafli hefjist í stríðinu við heimsfaraldurinn, þegar þjóðir heims slást um það að kaupa væntanleg bóluefni við honum.
Raunar eru þau slagsmál þegar hafin fyrir um tveimur mánuðum, þegar fréttist af því að Bandaríkjamenn væru þegar búnir að kaupa upp þau álitlegu bóluefni, sem þá var vitað um.
Hvað Íslendinga varðar, tryggir EES samningurinn okkur samflot með nágrannaþjóðum í Evrópu.
Ástandið í hinum nýja komandi fasa baráttunnar við veiruna minnir svolítið á sögur af því, þegar farþegar á sökkvandi skipum hafa slegist um að komast í björgunarbáta.
En sagan geymir líka sagnir af mikilli fórnfýsi við slíkar aðstæður, sem betur fer.
13% jarðarbúa kaupa 51% bóluefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óska þér til hamingju með afmælisdaginn í gær,þátturinn um lónið í Kárahnjúkum var frábær.Horfði einnig á þáttinn með okkar augum þar var viðtal við prest og hún spurð hvað væri guð svarið var að hann væri í öllu er lifði á jörðu þ.e.a.s. í öllu lífríkinu, og þá ekki síður í lífríki er sökkt var í Hálslóni.Er kanski Córunuveiran mótmæli guðdómsins við ofríki mannsins gegn honum vegna kæruleysi mannsins í loftlagsmálunum þetta eru pælingar um vilja guðs og ofríki mannsins í garð lífríkisins.Er frekja og yfirgangur mannsins að ofbjóða hinum guðdómlega vilja lífríkisins.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 09:53
Eitt hundrað og sextíu ár eru liðin frá útkomu bókarinnar, On the Origin of Species, eftir Charles Darwin. Þar sem kenningin um uppruna tegundanna er sett fram, kenning sem fyrir löngu er orðin staðreynd og kennd í öllum grunnskólum. Samt eru menn enn í dag, anno 2020, að bulla um vilga Guðs eða Guða í lífríkinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 11:24
Hálslónið er endurheimtanlegt og allt það. Við þurftum bara á þessu að halda til að lifaí landinu.Ef stíflan fer ef aðrir betri orkugjafar finnast þá geturðu sjósett bátinn aftur. Til hamingju með afmælið minn kæri.
Halldór Jónsson, 17.9.2020 kl. 11:28
Ef það ætti að endurheimta landið sem fór undir vilpuna eftir að hún fyllist Halldór, þá myndi kosta svo mikið að moka drullunni burt að það dytti engum í hug að gera það.
En varðandi bóluefnið: Ég segi bara, verði þeim að því sem keppast um að fá sprautu. Ekki læt ég mér detta í hug eitt andartak að láta bólusetja mig fyrir þessu. Hvers vegna? Vegna þess að þróun bóluefnis tekur að jafnaði um áratug og ástæðan fyrir því er sú að það getur tekið mörg ár fyrir aukaverkanir að koma fram. Bóluefni sem er þróað og fjöldaframleitt á undanþágu frá öryggiskröfum ætla ég ekki að treysta. Og vona að sem allra fæstir geri það!
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 19:50
Jökullinn mun ryðja drullunni og stíflunni út í hafsauga.
SH (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.