Skemmtilegar rökrćđur um svonefnda stjörnuspeki.

Fyrir allmörgum árum var birt athyglisverđ tímaritsgrein um stjörnuspeki og stjörnumerkin, sem margir hafa svo mikinn áhuga á. 

Í ţessari grein, sem ég man frekar lítiđ úr nú, eftir svona langan tíma, voru grundvöllur stjörnuspekinnar og stjörnumerkjanna tćtt í sundur.  

Nokkrum dögum eftir lestur greinarinnar hitti ég konu, sem var sérfrćđingur í ţessum málum og lá í spádómum og öđru, sem tengdust ţessu fyrirbrigđi. 

Ég var međ blađ í höndunum međ stjörnuspádómum svipuđum ţeim, sem sýndir eru tengdri frétt á mbl.is. og hugđi gott til glóđarinnar ađ nota nýfengna vitneskju til ađ hrekja ţađ sem konan góđa var svo ánetjuđ og virtist trúa á í blindni. 

Upp hófust rökrćđur, ţar sem ég tíndi til allt ţađ sem ég mundi úr greininni, og var hluti af ţví byggđur á ţví, ađ í sögu ţessara frćđa hefđi veriđ skipt um tímatal, ţannig ađ undirstađa stjörnuspeki nútímans vćri kolskökk og tóm steypa. 

Konan horfđi sallaróleg á mig, og ţegar ég hafđi tínt allt til spurđi hún: 

"Ertu búinn ađ ljúka ţér af?"

Ég hélt nú ţađ; og ţetta vćri nú ekkert smávegis, sem vćri ađ í frćđum hennar. 

Konan brosti og spurđi: "Hvenćr ert ţú fćddur, vinur minn?"

"16. september." 

Konan ljómađi af ánćgju og sjálfstrausti ţegar hún sagđi: 

"Er ţessi endalausa og nákvćma smámunasemi ţín ekki dćmigerđ fyrir mann í meyjarmerkinu?"

Ţögn. 

Yppon.  


mbl.is Meyjan: Ţađ er blessun yfir ţér í ţessum mánuđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungan sannsöglan mann hef ég fyrir mér í ţví ađ ţađ séu yfirleitt konur sem trúi á ţetta. 

Merkilegt ef rétt er. 

ps. Ég er í bogamanninum

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 17.9.2020 kl. 08:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband