Gamalt spakmæli: Vinnan göfgar manninn.

Fyrir um 70-80 árum bjó merihluti þjóðarinnar utan Reykjavíkur og meirihluti Reykvíkinga kom úr röðum sveitafólks, sem hafði flutt til borgarinnar. 

Á þessum tímum var gamalt spakmæli, "vinnan göfgar manninn" haft í heiðri; það átti við jafnt í borginni sem í sveitunum og vegna þess hve margt af sveitafólkinu var náskylt borgarbúum, var meirihluti reykvískra barna sendur í sveit á sumrin. 

Á þessum árum voru síðuhafi og fjögur systkini hans öll send í sumardvöl í sveit. 

Vélvæðing sveitanna var komin skammt á veg og því auðvelt að finna störf, svo sem í heyskap, þar sem notað var handafl sem flestra á bænum. 

Önnur störf tveggja til þriggja aðkomudrengja á bænum voru meðal annars fólgin í því að sækja og fara með dráttarhestana í beitarhólf, reka kýrnar talsverðan spöl til beitar upp í fjall og sækja þær aftur síðdegis, moka flórinn, ganga á eftir hestasláttuvél í hallandi túni og rétta slegna grasið með hrífu og fara með mjólkurbrúsa niður á brúsapallinn við veginn.

Í Reykjavík var hægt að bera út blöð og gerast blaðsöludrengir fyrir síðdegisblaðið Vísi niðri í miðbænum. 

Þessi störf öll voru afar lærdómsrík og gefandi og juku víðsýni og þekkingu á kjörum fólks til sjávar og sveita.     

 


mbl.is Að pota í risann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband