Hvernig gengur nýorkuvæðing stóru bílanna?

Í fréttaflutningi af orkuskiptum í samgönguflotanum eru frásagnir af fólksbílaflotanum nánast allsráðandi. 

Þó eru stóru bílarnir augljóslega mjög orkufrekir. 

Þess vegna er spurningunni að ofan varpað fram, að á skoðunarstöð fyrir nokkrum dögum sagði bílstjóri flutningabíls af sendibílastærð, að hann skildi ekkert í þeirri tregðu, sem væri hér á landi í orkuskiptunum á stórum bílum. 

Hann benti á, að í bílaflota fyrirtækisins sem ætti þennan bíl, eyddu bílarnir 70 lítrum á hundraðið og að það væri alveg upplagt að metanvæða þá eða veita farveg fyrir nýorkuvæðingu á stóru bílunum.  

Hvernig gengur nýorkuvæðing stóru bílanna?  Það er spurningin. Nýorkubílar Scania vekja að minnsta kosti spurningu um það, hvort tækifærin séu nýtt á því sviði.  


mbl.is Ný lína rafknúinna vörubíla frá Scania
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hætta þessu kolefniskjaftæði og nota dísilbíla sem þá einu réttu til framkvæmda.

Halldór Jónsson, 21.9.2020 kl. 20:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verst að geta ekki fært klukkuna aftur til 1940 svo að hægt hefði verið að segja þá: "Hætta þessu kolefniskjaftæði og nota kol og olíu sem þá einu réttu til að hita upp húsin."

Ómar Ragnarsson, 21.9.2020 kl. 22:04

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Líklega verða þeir knúnir vetni,Hyunday munu koma með vöruflutninga bíla á næstunni, þa er spurningin hvernig verður leyst ur dreifingu vetnisins, verður það framleitt á staðnum eða flutt með tönkum a staðinn

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.9.2020 kl. 10:43

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Það er sama með hvaða augum horft er á þetta, það fylgja því augljóslega ýmis vandkvæði að að rafvæða þungan flutninga bíl til langferða á Íslandi, sumar og vetur.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.9.2020 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband