23.9.2020 | 17:56
Afturför um 74 ár og margfaldur ferðartími.
Ein fyrsta flugleiðin, sem áætlunarflug var tekið upp á,eftir Seinni heimsstyrjöldina var á milli Reyjavíkur og Vestmannaeyja.
Bæði íslensku flugfélögin, Loftleiðir og Flugfélag Íslands, tóku upp áætlunarflug á þessari leið, og komst heilmikil samkeppni á í þessu flugi þar til misvitrir stjórnmálamenn skiptu öllu áætlunarflugi innanlands upp á milli félaganna á þann hátt, að 40 ára einokunartími Flugfélagsins var óhjákvæmileg afleiðing.
En upphaf áætlunarflugs var samgöngubylting fyrir Eyjamenn, innreið nútímans.
En nú er öldin önnur og stærsta afturför í sögu samgangna við Eyjar blasir við.
Þrátt fyrir tilvist bæði Þorlákshafnar og Landeyjahafnar lengist ferðatíminn á þessari leið um tvær klukkustundir og fjórfaldast ef Landeyjahöfn er notuð og ferðatíminn lengist um fjórar klukkustundir og áttfaldast ef Þorlákshöfn er notuð.
Áhyggjuefni að flugið leggst af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.