Afturför um 74 ár og margfaldur ferðartími.

Ein fyrsta flugleiðin, sem áætlunarflug var tekið upp á,eftir Seinni heimsstyrjöldina var á milli Reyjavíkur og Vestmannaeyja. 

Bæði íslensku flugfélögin, Loftleiðir og Flugfélag Íslands, tóku upp áætlunarflug á þessari leið, og komst heilmikil samkeppni á í þessu flugi þar til misvitrir stjórnmálamenn skiptu öllu áætlunarflugi innanlands upp á milli félaganna á þann hátt, að 40 ára einokunartími Flugfélagsins var óhjákvæmileg afleiðing. 

En upphaf áætlunarflugs var samgöngubylting fyrir Eyjamenn, innreið nútímans. 

En nú er öldin önnur og stærsta afturför í sögu samgangna við Eyjar blasir við. 

Þrátt fyrir tilvist bæði Þorlákshafnar og Landeyjahafnar lengist ferðatíminn á þessari leið um tvær klukkustundir og fjórfaldast ef Landeyjahöfn er notuð og ferðatíminn lengist um fjórar klukkustundir og áttfaldast ef Þorlákshöfn er notuð.   


mbl.is Áhyggjuefni að flugið leggst af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband