Hvað, ef talað væri um þrumur og eldingar í Reykjavíkinni og á Selfossinum?

Nú virðist það færast í aukana hjá veðurfræðingunum í Sjónvarpinu að nefna helst aldrei Vestfirði nema með greini. Og jafnvel líka Austfirði. 

Hámarki náði þetta í gærkvöldi þegar heitið Vestfirðir var nefnt með greini alls sex sinnum, og heitið beygt svona:  Vestfirðirnir - um Vestfirðina - Frá Vestfjörðunum - til Vestfjarðanna. 

Til þess að átta sig á eðli málsins, skulum  við segja sem svo, að þrumur og eldingar hefðu heyrst og sést í Reykjavík og á Selfossi. 

Þá myndi mörgum bregða í brún, ef fréttamaður segði að það hefði orðið vart við þrumur og eldingar í Reykjavíkinni og á Selfossinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég geng á Esjuna en alls ekki Hekluna!

SH (IP-tala skráð) 23.9.2020 kl. 18:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, já, enda er um að ræða  málvenju á hverjum stað eða svæði fyrir sig. 

Þess vegna sýnir það vanvirðingu og mismunun í garð heimafólks, þegar það er talið allt í lagi að segja "á Bolungarvík" en alveg fráleitt að segja "á Reykjavík."  

Ómar Ragnarsson, 23.9.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband