Blönduð lausn er líklegust til árangurs.

Ef sú spá gengur eftir að einkabílum muni fjölga um tugi þúsunda á allra næstu árum á höfuðborgarsvæðinu, er augljóst, að ef ekkert breytist annað, verður vaxandi skortur á rými fyrir alla þessa viðbótar bíla og þar af leiðandi versnandi og meiri umferðartafir. 

Þótt sjálfsagt sé að endurbæta gatnakerfið og auka afköst þess, er ljóst, að það verða hvorki peningar né rými fyrir öll þau mislægu gatnamót og stækkandi umferðaræðar, sem þarf, til að taka á móti öllum þessum viðbótarbílum, sem fara auk þess stækkandi að jafnaði hver um sig, að því er séð veðrur, og flöskuhálsarnir verða fleiri og verri viðfangs. 

Óhjákvæmilegt er að leita nýrra og fjölbreyttra lausna auk aðgerða til að efla almenningssamgöngur og lausna fyrir gangandi og hjólandi. SEAT Minimo el-car (4)

Frá einni þeirra hefur verið greint hér á síðunni, og felst í því, sem Volkswagen verksmiðjurnar ætla að gera í gegnum SEAT bílaverksmiðjurnar á Spáni. 

Ætlunin er að gera Barcelona að nokkurs konar miðstöð fyrir nýja tegund samgangna, sem byggist á smíði lítilla tveggja manna rafbíla með útskiptanlegum rafhlöðum í Barcelona, sem þegar hefur verið smíðað reynslueinktak af undir heitinu SEAT Minimo. 

Þeir muni ná 90 km hraða, komast 100 km á hleðslunni og hægt að leggja þremur þversum í eitt stæði. 

Þar að auki er bylting í gangi varðandi útskiptanlegar rafhlöður á léttum rafbifhjólum, og með því að fylgjast með því í Barcelona, hvernig þessi nettu farartæki létta á umferðarþunganum og minnka umferðartafir á álagstímum, sést gagnsemi þess að minnka það rými, sem einkafarartæki taka. 

Í Japan hefur um áratuga skeið verið kerfi svonefndra kei-bíla, sem eru styttri en 3,40 og mjórri en 1,48, og hafa með betri nýtingu rýmis í gatnakerfinu létt á umferðarþunganum í borgum landsins. 

Endurbætur á gatnakerfinu skila sér betur eftir því sem plássið, sem einkabílarnir taka, er minnkað.   


mbl.is Borgarlína leysir ekki vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það verður allt annað að sitja fastur i umferðateppu vegna skorts a mislægum gatnamótum í kei-bíl. Það er bæði til fjármagn og rými fyrir mislæg gatnamót eina vandamalið er skortur a vilja ráðamanna. Það ma fækka gatnamotum a stofnæðum sem þvera strætin,  ekur bara aðeins lengra að næstu mislægu gatnamotum og slaufar þig til baka a hægri afrein inn i hverfið. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.9.2020 kl. 12:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Umferðarvandamálin almennt verða aldrei leyst ef aðeins ein lausn, sú lang plássfrekasta kemur til greina. 

Þau verða heldur ekki leyst ef stefnan á að verða sú að "útrýma einkabílnum."

Ómar Ragnarsson, 24.9.2020 kl. 13:37

3 identicon

Hvernig ferðast fólk til vinnu? Tölur frá Basel, Sviss. Bíll og mótorhjól: 11%. Spor- og strætisvagnar: 48%. Reiðhjól og fótgangandi: 42%.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2020 kl. 14:17

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helmingurinn ferðast undir berum himni, og mótbáran hér heima, að hér sé of kalt og of mikil úrkoma stenst ekki, því að fimm mánuðir í Basel eru álíka kaldir og sömu fimm mánuðir hér, og ársúrkoman er jafnmikil og í Reykjavík. 

Ómar Ragnarsson, 24.9.2020 kl. 20:47

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hve stór hluti umferðarinnar eru bílar sem fólk notar sem vinnubila en geimir heima yfir nóttina.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.9.2020 kl. 08:35

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Mismunurinn á  úrkomunni í Basel og Reykjavik að hun er  meiri a sumrinn uti liklega vegna kvöldskura en úrkoman meiri a veturna í Reykjavík og því kaldari og vindasamari. Eppli og appelsínur 🤔

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.9.2020 kl. 09:30

7 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Mismunurinn á  úrkomunni í Basel og Reykjavik að hun er  meiri a sumrinn uti liklega vegna kvöldskura en úrkoman meiri a veturna í Reykjavík og því kaldari og vindasamari. Eppli og appelsínur wink

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.9.2020 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband