27.9.2020 | 01:01
Þarf að fylgjast vel með því hvað er að gerast erlendis.
Það að mikil hætta steðji að íbúum Madridar vegna kórónaveirunnar og að þar stefni í svipað óefni og í fyrstu bylgju faraldursins er dæmi um það hversu miklar og stundum ólíkar sveiflur eru í baráttunni við vágestinn.
Nú þegar er skilgreint hættuástand á Landsspítalanum hér, og ef ástandið versnar hér svipað og í Madrid, bætist ný hætta við hættuna af dauðsföllum af völdum kórónaveirunnar, hættan á ótímabærum dauðsföllum ef ekki er lengur hægt að anna þörfinni á lífsnauðsynlegum aðgerðum og umönnun varðandi aðra sjúkdóma.
Mikil hætta steðji að íbúum Madrídar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.