"Þýska leiðin", fjórfalt færri smit?

Hér á síðunni var því lýst fyrir nokkrum dögum, hvernig svo virtist sem fyrirbærið lyfta gæti sýnt það hvernig smitleiðir eru í smitandi farsótt eins og COVID-19. 

Hliðstæða hins létta öndunarúða gæti verið ilmvatnslykt eða sígarettureykur. 

Áhugaverð grein í Morgunblaðinu fjallaði um eins konar þýska leið, sem leggur áherslu á að koma í veg fyrir að öndunarloft úr lungum berist á milli fólks. 

Er það eins konar útfærsla af orðum Þórs: "Á skal að ósi stemma."

Sé gríma nógu vel gerð virkar hún í báðar áttir og á, samfara nógu mikilli fjarlægð á milli fólks, að hindra að smitloft komist á milli einstaklinga.

Þegar fjöldi tilfella er skoðaður á Íslandi og í Þýskalandi hefur munurinn undanfarið verið fjórfaldur, Þjóðverjum í vil, þótt ferðafrelsi sé býsna mikið þar í landi. 

Það hefur verið sagt, að mjög harðar sóttvarnaraðgerðir okkar í vor hafi skilað árangri, og nú segja sumir, að harðari aðgerðir Þjóðverja en okkar varðandi grímunotkun og fjarlægðarregluna hafi skilað árangri. 


mbl.is Starfsmenn LSH með grímu geta komist hjá sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert líklega að vísa í grein Ole Bieltvedt í gær. Mjög góð samantekt hjá honum. Hér hefur áhersla á grímunotkun af einhverjum ástæðum verið sáralítil, en í Þýskalandi er hún almenn. Þetta sýnir væntanlega það sem augljóst mátti vera: Smit berast fyrst og fremst milli fólks í samfélaginu, en að litlu leyti með erlendum ferðamönnum. 

Og það sem kannski er meira um vert: Krafa um grímunotkun veldur ekki stórfelldu atvinnuleysi, með öllum þeim dauðsföllum sem því fylgja, en hin heimskulega áætlun íslenskra stjórnvalda, að innanlands gangi allt sinn vanagang, grímulaust, ef erlendum ferðamönnum er bara bannað að koma til landsins, veldur því. Og enginn vafi á að fleiri deyja vegna þessarar stefnu en úr sjúkdómnum sjálfum.

Á sama tíma sýna leiðréttar spár miklu minni samdrátt í Þýskalandi en óttast var.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2020 kl. 09:41

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nokkuð orðum aukið að ferðamönnum sé bannað að koma til Íslands - að því gefnu að þeir komi frá ESB eða UK.  Sem er pólitísk ákvörðun. 
En það laðar ferðamenn ekki að heimsókn að hérlendis sé nú hæsta smithlutfall á Norðurlöndum og 7. hæsta í Evrópu allri.
Smitfrítt Ísland væri betri söluvara.

Kolbrún Hilmars, 29.9.2020 kl. 12:03

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sóttkvíin veldur því að ferðamenn komi ekki til landsins. Það sýnir reynslan svo ekki verður um villst. Smitfrítt Ísland er einfaldlega draumsýn. En með aukinni grímunotkun er vafalaust hægt að draga úr útbreiðslu. Einhverjir ferðamenn eru kannski helteknir af ofsahræðslu við þessa veiru, en það held ég ekki að sé meirihlutinn. 

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2020 kl. 13:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fimm daga sóttkví hér er léttbærari en 14 daga sóttkví erlendis.  En auðvitað kemur enginn í helgarferðir á meðan.  Hvorki hingað né þangað.

Kolbrún Hilmars, 29.9.2020 kl. 13:15

5 identicon

Á heimasíðu Isavia eru 7 af 8 flugum Icelandair aflýst í dag (29.9.20). Hrikalegt ástand. En hversu lengi? Svo eru menn að tala um að stofna nýtt flugfélag.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2020 kl. 14:38

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hversu lengi stendur þetta? Það stendur þar til stjórnmálamenn gefast upp á að reyna að framkvæma hið ómögulega.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2020 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband