"Allt virðist mögulegt í Vestmannaeyjum," líka þetta.

"Allt virðist mögulegt í Vestmannaeyjum" eru orð, sem höfð eru eftir fjármálaráðherranum okkar í frétt á mbl.is fyrr í dag af ævintýri mjaldranna þar, sem hann er stórhrifinn af.

Það er kaldhæðnisleg tilviljun að þessi orð virðast líka eiga við um fréttina um segja upp öllum þremur starfsmönnunum, sem hafa starfað þar fyrir Isavia, en þar með lýkur, að minnsta kosti í bili, meira en 70 ára sögu áætlunarflugs milli lands og Eyja. 

Síðuhafi man vel eftir hinni gróskumikilli flugstarfseminni, sem skóp samgöngubyltingu í Eyjum og hefði varla órað fyrir því að það kynni nokkurn tíma að stöðvast á þann hátt, sem nú hefur gerst. 

 


mbl.is Öllum starfsmönnum Isavia í Eyjum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert óeðlilegt við þetta. Fjarlægðin á milli BIRK og BIVM aðeins 100km. Ferðatími ca. 12 mín. Flugið er og á að vera of dýrt á milli slíkra staða. Lenti þarna einu sinni fyrir mörgum árum um verslunarmannahelgi í blíðskapar veðri. Mjög hrífandi. Var þá í tveggja vikna ferðalagi á Piper Turbow Arrow IV sem ég kom á frá Sviss. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2020 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband