3.10.2020 | 16:50
"Við erum öll almannavarnir." En höfum við verið það?
Við höfum heyrt margvíslegar fréttir af smitum kórónaveirunnar á rúmlega sjö mána ferli hennar hér á landi. Tölur á borð við þær að hver smitaður smiti að jafnaði þrjá aðra upp í það að einn eða tveir menn hafi komið af stað hópsýkingum og að örfáir hafi komið annarri bylgjunni af stað síðsumars.
Hörð gagnrýni á tvöfaldar landamæraskimanir með sóttkví hefur verið færð fram með þeim rökum að við hefðum ekki mátt við því að missa af öllum þeim tugþúsundum ferðamanna, sem annars hefðu komið til landsins.
En hverjar eru síðan fréttirnar sem við höfum fengið af þeim fáu, dýrmætu ferðamönnum, sem hafa komið?
Jú, lögreglan handsamar hvað eftir annað suma þeirra sem ekki aðeins brjóta reglur sóttkvíar freklega, heldur heldur fréttist jafnvel af einum þeirra sem bókstaflega fór hamförum í að brjóta af sér með árásum á fólk á almannafæri og efna til slagsmála.
Sjáu má viða að smitvarnarreglur eru séu ekki haldnar og að það er hætta á að það gleymist við og við eða að vera á tánum, eða að óvæntar aðstæður valdi því að við erum ekki öll almannavarnir alveg alltaf.
"Við erum öll almannavarnir" ætti speglast í fækkun smita en ekki í mikilli fjölgun smita sem minna óþyrmilega á ástandið sem skapaðist í miðjum mars.
Þar með eiga yfirvöld ekki kost á því að viðhalda óbreyttu ástandi, heldur fara í þær aðgerðir sem virtust helst duga við að kveða fyrstu bylguna niður í vor, tveggja metra reglu, sprittun og samkomutakmarkanir.
Því miður, því að nú er að renna upp aðaltíminn í menningarlífinu fyrir jólin.
Þegar hefur heyrst söngurinn um að Þórólfur ætli að eyðileggja fyrir okkur jólin.
En er ekki orsakanna frekar að leita í því að vorum ekki öll almannavarnir?
20 manna samkomutakmarkanir á mánudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamál persónulegra almannavarna er að flestir sem ganga með smitið - ungt fólk - veit hreinlega ekki að það ber í sér veiru. Þetta fólk er ekki veikt, lasið, slappt og einkennalaust að mestu.
Þetta er hið góða og hið slæma. Hið góða því unga fólkið er að mynda varnarskjöld fyrir aðra. Hið slæma því yfirvöld einblína á smit, ekki veikindi.
Geir Ágústsson, 3.10.2020 kl. 17:44
"Sundlaugar fá hins vegar að vera áfram opnar" afhverju í ósköpunum er það leyft?
Grímur (IP-tala skráð) 3.10.2020 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.