Lagatæknilega jafngild skipan og við breytingarnar 1959 og 1995.

Þegar stjórnlagaþing var kosið 2010, kærðu tveir frambjóðendur framkvæmd kosninganna og Hæstiréttur felldi úrskurð þeim í hag vegna mun smærri vankanta en til dæmis stjórnlagadómstóll Þýskalands hafði afgreitt í hliðstæðu máli á þann hátt að úrslitin skyldu standa ásamt fyrirmæli um lagfæringu í næstu kosningum í stað þess að ógilda framkvæmdina. 

Á lýðveldistímanum hefur Alþingi skipað nokkrar stjórnarskrárnefndir til að endurskoða stjórnarskrána, en það eina, sem náði fram að ganga voru frumvörp um breytingar á kjördæmaskipan 1959, sérstakt mannréttindaákvæði 1995 og breyting á kjördæmaskipan 1999. 

Stjórnlagaráð var skipað af Alþíngi á nákvæmlega sama lögformlega hátt og allar stjórnarskrárnefndirnar á lýðveldistímanum og ljóst er, að kærendurnir 2010 hefði kært skipan, stjórnlagaráðs ef hún hefði verið ólögleg. 

Síbyljutali um "hið ólöglega stjórnlagaráð" er ætlað að láta stanslausa endurtekningu í þá veru verða að sannleika. 

Ef "hið ólöglega stjórnlagaráð" væri staðreynd er það sérkennilegt að Feneyjanefndin, sem nú hefur verið fengin í annað sinn til að skoða málið auk þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, hefur ekkert við skipan stjórnlagaráðs að athuga.   

 


mbl.is Styðja listgjörning, ekki undirskriftasöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úrskurður Hæstaréttar verður um ókomna tíð smánarblettur á réttarfari á Íslandi. Með ólíkindum að kollegar Jóns Steinars Gunnlaugssonar skulu hafa gefið eftir og látið kallinn komast upp með þetta. En sagt er að hann hafi látið eins og vitleysingur, eins og óþekkur frekur krakki, til að koma málinu í gegn. Þjónusta hans við Flokkinn sem lét hann hafa djobbið út á flokksskírteinið. Og þjóðin áttaði sig of seint á ofbeldinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 11:29

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Því er í sífellu haldið fram að stjórnlagaráðið hafi haft eitthvert sérstakt vald sem gerði að verkum að tillögur þess hefðu átt að fara beint í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og þú bendir á var stjórnlagaráðið einfaldlega nefnd, með sömu heimildir og aðrar stjórnarskrárnefndir, þ.e. heimild til að gera tillögur sem Alþingi tæki svo til meðferðar. Og það er einmitt það sem hefur gerst.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 11:31

3 identicon

Enn hefur þjóðin ekki kosið í löglegum kosningum neitt stjórnlagaþing eins og henni var lofað. Kosningunum sem fram fóru var ætlað að vera samkvæmt Íslenskum lögum, ekki þýskum. Því dæmdi Hæstiréttur Íslands öðruvísi en þýskur dómstóll hafði áður dæmt.

Síbyljutal um "kosið stjórnlagaþing" er ætlað að láta stanslausa endurtekningu í þá veru verða að sannleika. Stjórnlagaþing var ekki kosið í neinum löglegum kosningum. Stjórnlagaráð, nefnd, var skipað af stjórnvöldum þess í stað.

Stjórnlagaráð var skipað og er því í virðingarstiganum allt annað fyrirbæri en þjóðkjörið stjórnlagaþing. Og tillögur þess eiga að fá sömu afgreiðslu og aðrar tillögur skipaðra nefnda.

Vagn (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 15:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvert hefðu "kærendurnir 2010" átt að kæra skipan stjórnlagaráðs?

Ólíkt lögunum um kosningar til stjórnlagaþings sem innihéldu ákvæði um kæruleiðir, var stjórnlagaráð nefnilega ekki skipað á grundvelli neinna laga heldur með þingsályktunartillögu sem er ekki kæranleg. Þannig tókst þáverandi valdhöfum að komast hjá frekari kærum vegna málsins.

Svosem er ekkert bannað að skipa nefnd og fela henni að semja frumvarpsdrög, en slík nefnd hefur engar valdheimildir umfram aðrar nefndir sem eru skipaðar án sérstakrar lagasetningar um störf þeirra. Afrakstur vinnu slíkrar nefndar hefur ekkert meira vægi en hverjar aðrar tillögur, álit eða skýrslur sem slíkar nefndir skila af sér að störfum sínum loknum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2020 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband