11.10.2020 | 10:43
Þarf endurskoðaðar heilsíðuauglýsingar um Þýskaland?
Að undanförnu hafa heilsíðuauglýsingar áhugamanns um viðbrögð við kórónaveirunni vakið athygli og umræður hér á landi. Í þeim hefur verið mærð eins konar þýsk leið í þessum málum, sem byggist á mun mildari sóttvarnaraðgerðum en hér á landi.
Í þessum auglýsingum hafa íslenskar sóttvarnaraðgerðir verið harðlega gagnrýndar og taldar valda ómældu tjóni, sem stingi heldur betur í stúf við einstaklega gott ástand í Þýskalandi.
Nýjustu fréttir frá Þýskalandi sýna hins vegar núna, að þar er ástandið að komast á ógnarhraða upp á svipað stig og það var í vor, og frá Berlín berast fréttir um örvætingarfullar og einstaklega harðar aðgerðir.
Þessar fréttir hljóta hins vegar að vekja upp nýjar spurningar í þessum efnum, sem gætu orðið tilefni til nýrra heilsíðuauglýsinga.
Nú er Berlín að vísu ekki allt Þýskaland frekar en New York er öll Bandaríkin, en Berlín er samt um það bil tíu sinnum fjölmennari en Ísland og til dæmis hliðstæð að því leyti, að þar hefur fyrirbærið "skyldudjamms" verið stundað af kappi um áratuga skeið.
Gallinnn við samtíma samaburð á milli landa og svæða varðandi ástandið í heimsfaraldrinum virðist vera sá, að það virðist vera talsverðum tilviljunum háð á hvaða tíma hinar mismunandi bylgjur faraldursins rísa og hníga.
Bylgjan sem nú stendur hér á landi var rakin til tiltölulegra fárra einstaklinga, sem komu til landsins í skjóli mildaðra aðgerða og ollu hópsmitum, sem meira að segja ríkisstjórnin komst í kast við.
Svipt djamminu í fyrsta sinn frá 1949 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og annars staðar í Evrópu fer smitum fjölgandi í Þýskalandi, en dauðsföll eru sárafá. Og engum hefur held ég dottið í hug að loka landamærum Þýskalands, enda vita þeir að slíkt er gagnslaust. Þá skoðun þeirra styður vitanlega reynsla Íslendinga af gagnsemi slíkra lokana.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2020 kl. 13:56
Sum staðar í Þýskalandi verða ferðamenn sð sýna vottorð um að þeir smiti ekki, annars fá þeir ekki gistingu.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 15:11
Þýskaland á landamæri á landi að níu löndum, og skammt er yfir Eystrasalt til þess tíunda, svo að það er kannski flóknara fyrir okkur en Þjóðverja að loka landamærum.
Ómar Ragnarsson, 11.10.2020 kl. 17:49
Flóknara fyrir Þjóðverja en okkur, varstu líklega að meina. Samt hægt, ef menn vilja.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.